Samtíðin - 01.05.1957, Side 21

Samtíðin - 01.05.1957, Side 21
SAMTÍÐIN 17 Sawniíðarhjón in ÖLDUR UTHAFSINS brotna við strendur Islands, en það stendur ó- haggað. „Rokkið hefur flætt yfir landið, lmeykslað suma, en orðið öðr- um til ánægju. Þeir, sem viðhafa stór orð og ljót um þetta fyrirbæri sam- tiðar vorrar, ættu að líta örlitið aft- ur i tímann og þá helzt í eigin barm. Þroslcuðu fólki hættir stundum við að gleyma, að einu sinni kunni það varla að drekka úr pela, jafnvel þótt tútta væri á! „Rock and roll“ — dansinn er eklcert annað en arftaki Charles- tons — Black Bottoms og Jitterbugs, svo að eitthvað sé nefnt. Svala (lítur upp úr blaði, sem liún hefur verið að lesa): Þetta er nú meiri „rokkdellan“ í öllum. Maður opnar varla svo blað, að þar sé eklci ein eða fleiri auglýsingar um þetta blessaða „Rock and Roll“ (og það er lítils- virðing í rödd hennar). Krunmii: Lofum þeim að sprikla i friði, sem vilja. Svala: Mér finnst ætti að banna þessa vitleysu — að minnsta kosti fordæma hana eins og liasarblöðin. Krunnni: Þar er ég ekki á sama máli. Það er liollara að sprilda en liggja endilangur og lesa liasarblöð. Svala (dæsir): Jæja, svo þú ætlar að mæla með þessari ómenningu. Mér er sagt, að þessi dans sé blátt á- fram dónalegur. Krummi: Kossar geta líka verið dónalegir, ef út í það er farið. Það er ekki sama, liver kyssir og hvern hann kyssir. Eins er það með „rokk- ið“. Það skiptir miklu máli, hvernig dansinn er útfærður. Sá, sem dansar, fær meira tækifæri til að túlka það, sem hann heyrir, eða réttara sagt þá merkingu, sem liann leggur í músík- ina, heldur en i venjulegum sam- kvæmisdönsum. Svala: Það er naumast þú ert vel að þér í þessu. Hefurðu kannske stúderað „Rock and Roll“, á meðan ég lá á sæng? Krummi: Stúderað og ekki stúder- að. Ég hef séð fólk dansa af kunnáttu og list, og ég hef líka séð skrílslæti þeirra, sem alltaf haga sér eins og svín. Svala (hneyksluð): Nú þykir mér týra á skarinu! Þú ætlar þá að mæla þessu bót. Þetta, sem talið er siðspill- andi og kynhvata-æsandi! Krummi: Hægan — hægan! — Ég skal segja þér eitt i fullri alvöru. Það bljóta allir að viðurkenna, sem svo- lítið vilja hugsa, að þegar þessi „rokk- lýður“, eins og ég veit, að þú kallar það, er búinn að hamast nokkrar klukkustundir, þá er hann orðinn steinuppgefinn og þeirri stund fegn- astur að mega sofna svefni hinna saklausu. Og taktu nú eftir. — Hæg- ur rómantískur tangó er þúsund sinn- um hættulegri! Og hana nú! Svala: Amen. Talar sá, sem reynsl- una hefur. — Getur þú ímyndað þér, að nokkur siðsöm manneskja færi að hamast eins og þessir klepptæku ung- lingar? — Það er sem ég sæi hana Binnu frænsku „rokka“, og á liún það þó til að koma manni á óvart — (Síminn hringir. Við það vakna tvi- burarnir og reka í org, svo að Krummi, sem tekur heyrnartólið,

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.