Samtíðin - 01.05.1957, Page 22

Samtíðin - 01.05.1957, Page 22
18 SAMTÍÐIN heyrir varla, hvað sagt er. Svala fer inn í svefnherbergið til þess að sinna börnunum, og þegar luin kemur fram aftur, er Krummi mjög einkennileg- ur á svipinn. Ýmist setur hann upp vorkunnarsvip og er fullur samúðar eða hann á bágt með að skella ekki upp úr). Krummi: Þetta er nú ljóta óheppn- in! Og hvar skeði þetta ? — Á eldhús- gólfinu. Hugsa sér! — Varstu að koma úr baði? — Hvað segirðu, ekki í neinu ! — Og hvernig fórstu að? Svala (eitt spurningarmerki í and- litinu): Hver er þetta? Hvað hefur komið fyrir? Krummi (gefur henni til kynna, að hún skuli bíða andartak): Hvað seg- irðu, kom húseigandinn. Leið yfir hann? Elcki alveg. Jæja, það var nú gott. —Svala? Já, hún er hérna. — Vertu blessuð. (Um leið og hann réttir konu sinni heyrnartólið, segir hann): Þetta er Binna, frænka þín. Hún sneri sig um öklann, þegar hún var að „rokka“! Maður nokkur hafði ógrynni af bókum inni hjá sér, og lágu þær í hrúgum meðfram veggjunum. „Af hverju hefurðu hækurnar eklci í skápum? spurði einn af kunningjum hans undrandi. „Af því að enginn Ijær mér bóka- skápa,“ anzaði bókamaðurinn. MUNIÐ að tilkynna Samtíðinni tafar- laust bústaðaskipti til að forðast vanskil. H 0 S G ö G N við allra hæfi. Bólstrarinn Hverfisgötu 74. Sími 5102. ^jálfoœtiiAaqa pórberyA STEINARNIR TALA nefnist 1. bindi nýútkominnar sjálfsævisögu Þór- hergs Þórðarsonar (Helgafell), 315 bls., og tekur þó aðeins yfir nokkur fyrstu æviár höfundar. Upphafskafl- arnir þrír, glæsilegasti hluti bókar- innar, gerast, áður en höf. fæddist. Segir þar frá strandi fransks skips á Fellsfjöru í Suðursveit, en hámarki nær frásögnin, þar sem sagt er frá giftingu þrennra trúlofunarpara í Suðursveit, foreldra höfundar og annars náins skyldfólks, „allt fróm- ar manneskjur með heiðarleg andlit“. Lýsing höfundar á þessu skyld- mennabrúðkaupi er hæði svo ágætur skáldskapur og trúverðug menning- arsöguleg frásögn, að vart verður bet- ur gert. Mætti jafna henni til frásagn- ar Jóns Thoroddsens af kvöldvökunni í Hlið. Nokkuð eru lýsingar á bernsku Þórbergs langdregnar og veldur því að nokkru nostursöm nákvæmi, sem er eitt af höfundareinkennum hans. En fyrir bragðið er hér ýmsu lialdið til haga, sem óðum er að fyrnast og gersamlega er ókunnugt yngstu kyn- slóð Islendinga. Er bersýnilegt, að höfundur ætlar að taka byggðarlagi sinu það tak, að ekki þurfi þar um að bæta á ýmsum sviðum menning- arinnar. Ég tek í þessu sambandi upp nokkrar línur um ljósatækin á bls. 92, 94 og 95: „Þegar ég mundi fyrst eftir, var eng- inn olíulampi til á Ilala. En þar voru tveir lýsislampar. Annar var einfaldur, hinn tvöfaldur. Ilann var liafður til að bregða

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.