Samtíðin - 01.05.1958, Side 7

Samtíðin - 01.05.1958, Side 7
4 4. hefti 25. árg. IMr. 242 Maí 1958 TÍMARIT TIL SKEMMTUMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTíÐIN kemur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri ogútgefandi: Sigurð- ur Skúlason, Reykjavik, simi 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið, 55 kr. (erl. 65 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við siðustu áramót. Áskriftargjöld- um veitt móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. „1»cfjar býður þjóður sónti** EYJABÞJÓÐ, sem halda vill sjálfstæði sínu, verður jafnan að kappkosta að vera sjálf faer um að annast samgöngur sínar við önnur lönd. Þegar íslendingar voru orðnir skipalitlir á 13. öld, var þess skammt að bíða, að þeir glötuðu frelsinu. Ctlendingar náðu þá kverkatald á þjóð- inni og höfðu siglingar hennar og þar með líf í hendi sér um aldaraðir. Iiynslóð- mnar, sem byggðu ísland um seinustu nldamót og voru að slíta af sér f jötra er- lendrar kúgunar, þráðu fátt meira en ís- lenzkan kaupskipastól. Svo var Hf. Eim- skipafélag fslands stofnað. I>að framtak markaði tímamót í freisisbaráttunni. Nú tók þjóðinni að vaxa fiskur um krygg. Skipum hennar fjölgaði sí og æ, °g menn tóku að hugsa um flug, þvi að útan úr heimi bárust sögur um ævintýra- legt framtak í þeim efnum, Efnt var til samtaka og Flugfélag fslands I stofnað 1919. Ekki varð þó af almennu farþega- «Ugi á vegum þess, enda fluglistin enn í bernsku. Laust fyrir 1930 var svo Flug- félag fslands II stofnað. f samvinnu við Þýzka flugfélagið Lufthansa hélt það hér Uppi innanlandsflugi, unz heimskreppan mikla reið yfir og þessar merku fram- kvaemdir stöðvuðust. Um nokkur ár sást hér ekki flugvél á lofti nema nokkrar litlar einkaflugvélar, Unz Flugfélag Akureyrar, síðar núver- andi Flugfélag íslands, var stofnað 1937. Innanlandsflug hófst ári síðar. Fyrir at- beina F. f. er nú svo komið, að mörg af- skekktustu byggðarlög landsins eru i vikulegum og jafnvei daglegum tengsl- um við umheiminn. Það fólk, sem áður hafði orðið að horfast í augu við einangr- un langs vetrar ár hvert, getur nú ó- hindrað farið ferða sinna. En þeim, sem heima sitja, finnst þeir ekki framar vera fangar illviðra og ófærðar. fslenzkt millilandaflug hófst sumarið 1945, er Flugfélag fslands sendi Katalínu- flugbát til Skotlands og Danmerkur. Síð- an hefur þróunin verið örugg og mark- viss: leiguflugvélar, eigin skymastervél, og sl. vor rættist sá langþráði draumur að eignast tvær nýtízku Vickers-Viscount millilandaflugvélar og geta þar með boð- ið íslendingum og öðrum farþegum það bezta. En þessi merki áfangi náðist ekki fyrirhafnarlaust. 20 ára þrotlaus barátta lá að baki, barátta fyrir því að veita ís- lenzku þjóðinni sem fullkomnasta flug- þjónustu, sambærilega við það, sem aðr- ar stærri og auðugri þjóðir telja sér sæm- andi. Að þessu athuguðu er ekkert skiljan- legra en það, að F. f. þarfnast aukins rekstrarf jár. I>að hefur nú leitað til lands- manna um lán og býður þeim happdrætt- isskuldabréf til kaups. Allir geta eignazt þessi bréf, því að hvert þeirra kostar að- eins 100 krónur. Þjóðarsómi býður okk- «

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.