Samtíðin - 01.05.1958, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.05.1958, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Kjörréttir mánaðarins STEIKT KÁLFALIFUR. Lifrin er skorin í lengjur og steikt i smjöri ásamt einum brytjuðum laulc og brytjuöum gulrótum (bezt væri að hafa ætisveppa), en einnig tveim brytjuðum eplum. Þetta er látið malla stutta stund í svolitlu vatni, en einnig má láta hlemm yfir, og myndast þá hæfilegur lögur sem sósa. Soðnar kartöflur og grænt salat er borið með. PÖNNUKÖKUR með appelsínusósu. 20 g af smjöri eru brædd í skaftpotti ásamt 2 msk. flórsykri. Börkur af hálfri sítrónu og einni appelsínu er rifinn niður og látinn út í ásamt saf- anum úr appelsínunni. Þessari ljúf- fengu sósu er síðan hellt yfir volgar, upp undnar pönnukökurnar. FltÆ^IR ORÐSKVIÐIIt Vertu vægur og umburðarlyndur við alla nema sjálfan þig. Töpuð stund er skuld, er greiða verður með okurvöxtum. Augun eru spegill sálarinnar. Flýttu þér hægt. Karlmenn semja lögin. Konurnar skapa siðferðið. ÞÚSUNDIR kvenna og karla lesa kvennaþætti Samtíðarinnar með vaxandi athygli. — Sendið okkur áskriftarpöntun- ina neðst á bls. 32 strax í dag, og við póst- sendum yður blaðið tafarlaust ásamt ein- um eldri árgangi í kaupbæti. Sigurður Reynir Pétursson hœstaréttarlögmaður. Austurstræti 14. Símar 22870 og 19478. Draumaráðningar • SYKUR. Það er þér fyrir góðu að dreyma sykur. • KÖTTUR. Kettir í draumi eru óheillaboði, nema þeir séu dauðir. Lifandi kettir tákna óvini og fláráða menn. Ef lieitbundna stúlku dreymir kött, er unnusti hennar ótrúr. • GAMALMENNI. Það veit á gott, ef þig dreymir gamalmenni. Þá munt þú verða gæfusamur. • NAGLI. Mjóir og spegilfagrir naglar vita á hagnað, en ryðgaðir naglar eru fyrir rógi og illmæli. • GlTAR. Gítarspil í draumi er fyrir því, að sá eða sú, sem þú elsk- ar, reynist þér trúr (trú). ♦ ÞAÐ ER SAGT: ♦ að sumir trúi öllu, ef því er hvíslað að þeim. ♦ að þeir, sem alltaf eru að sparka í aðra, eiga oft furðu örðugt með að standa á eigin fótum. ♦ að stjórnmálamenn þiggi peninga hjá ríkum og atkvæði hjá fátæk- um gegn því að vernda.þá hvora fyrir öðrum. ♦ að gaman sé eins og líftrygging. Það kosti þvi meira sem við verðum eldri. ♦ að konutár séu áhrifamesta vatnsafl veraldarinnar. Húfugerð. Herraverzlun. JP. EYFELD Ingólfsstræti 2, Reykjavík. Sími 10199.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.