Samtíðin - 01.05.1958, Side 18

Samtíðin - 01.05.1958, Side 18
14 SAMTÍÐIN uðstaðarins. Kynnti hún þar aldrað- an föður sinn, en gamli maðurinn gaf sér vart tíma til að líta upp frá starfi sínu, liafði bersýnilega aldrei vanið sig á að sitja auðum höndum um dagana. Hjá framkvæmdastjórum Happdrættis DAS SVO LÁ leiðin niður í Aðalstræti 6, alla leið upp á 6 liæð. Þar ráða rikjum mennirnir, sem stjórna happ- drættishjóli DAS, einu giftudrýgsta hjóli, sem snúizt hefur innan ís- lenzkrar landhelgi, en það eru þeir Auðunn Hermannsson og Baldvin Jónsson. Frá þessu hamingjuhjóli liafa á undanförnum árum streymt milljón- ir króna til byggingar Hrafnistu, en jafnframt hafa heppnir menn, svo að hundruðum skiptir, hreppt þaðan stórvinninga: nýtízku íbúðir, skraut- legar hifreiðar, aflasæla vélbáta, hljómfagrar slaghörpur, liúsgögn o.fl. „Og þið eruð að hyrja nýtt happa- ár.“ „Já, 1. maí hefst 5. starfsár Happ- drættis DAS.“ „Verður það ekki með svipuðu móti og árið, sem nú er að kveðja?“ „Jú, svo er velvild ríkisstjórnarinn- ar fyrir að þakka. Verðmæti vinn- inganna verða 8 millj. kr„ og mán- aðarlega verða dregnir út 10 vinn- ingar, þar af fullgerð ibúð og tvær bifreiðar.“ „Hve mikið fé hefur Happdrætti DAS lagt til byggingar Hrafnistu?" „Á áttundu milljón króna.“ „Getið þið ekki nefnt okkur skemmtilegt dæmi um, að „þeim gaf, sem þurfti“ í sambandi við vinninga hjá vkkur?“ „Við gætum nefnt mörg, en hér er eitl: Ungur Keflvíkingur var s.l. sum- ar á síld nyrðra, en kona lians við söltun. Þau voru að afla fjár til að fullgera hús, sem þau áttu í smíðum. Vertíðin brást þeim, og ekki virtist annarra kosta völ en að selja hálf- byggt húsið, þegar heim kæmi. En — viti menn: á suðurleið er símað til þeirra, að þau hafi unnið bíl í happ- drætti DAS. Hann seldu þau og héldu húsinu. Við gætum sagt margar á- þekkar sögur.“ Þannig þyrla þrjú stærstu menn- ingarhappdrætti Islendinga vinning- unum út um landið, og ný stórhýsi risa af grunni, fyrir söfn, vísindaiðk- anir, vei’ksmiðjurekstur og vinnu- starfsemi fólks, sem er að endur- heimta lieilsuna og trúna á lífið, og vistlegt dvalarheimili handa öldruð- um hetjum liafsins, sem sannarlega eiga lieimtingu á notalegri Hrafnistu- vist seinustu æviárin. Liðþjálfi: „Er einkennisbúningur- inn mátulegur yður?“ Nýliði: „Já, alveg.“ „Og húfan?“ „Líka.“ „Og stígvélin?“ „Alveg.“ „Þá held ég þér hljótið að vera meira en lítið vanskapaður.“ önnumst allar myndatökur bæði á stofu og í heimahúsum. STUDIO Laugavegi 30. Sími 19-8-49.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.