Fréttablaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 31. desember 2009 41 Voru saman um jólin BREYTTUR MAÐUR Russell Brand segist breyttur maður. Leikarinn Jude Law eyddi jólunum á Barbados ásamt börnum sínum þremur og unnustunni fyrrver- andi, leikkonunni Siennu Miller. Law og Miller fara bæði með hlutverk á Broadway um þessar mundir og endurnýjuðu ást sína í kjölfarið. Samkvæmt tímaritinu The Sun eru foreldrar Jude Law óánægðir með samband sonarins við Siennu Miller og óttast að allt fari á versta veg. Jude Law hefur verið duglegur við að kynna nýjustu kvikmynd sína, Scherlock, þar sem hann fer með hlutverk hjálparhellunnar Dr. Watson. Í viðtali við tímarit- ið Parade Magazine tjáði Law sig um sambönd. „Ég held að konur falli fyrir „vondum strákum“. Það er mín reynsla. Á viss- um aldri kemst maður að því hvað það er sem virk- ar fyrir þig og það virk- aði aldrei að vera góði gæinn. En svo vex maður úr grasi og maður áttar sig á því að samböndum fylg- ir mikil vinna. Það þarf að sinna þeim.“ Jude með Siennu á sólarströnd Leikstjórinn Guy Ritchie segir að fyrrverandi eiginkona sín Madonna sé góð leikkona. Hann telur að almenningur eigi erfitt með að aðskilja ímynd hennar sem söngkonu frá persónunum sem hún leikur á hvíta tjald- inu. Það sé ástæðan fyrir því að margir efist um leiklistarhæfi- leika hennar. „Mér finnst hún alveg ágætis leikkona,“ sagði Ritchie. „Mér finnst hún fín. Ég held bara að persónuleiki hennar þvælist fyrir fólki.“ Ritchie leikstýrði Madonnu í myndinni Swept Away árið 2002 sem fékk hræðilega dóma hjá gagnrýnendum. Hann segir myndina alls ekki slæma og bætir við að hann hafi tekið hana upp með kaldhæðnina í fyrirrúmi. Ágætis leikkona MADONNA OG RITCHIE Ritchie segir að Madonna sé fín leikkona. Persónu- leiki hennar þvælist einfaldlega fyrir fólki á hvíta tjaldinu. Safnskífan Weirdcore 2 kom út á Þorláksmessu og má hlaða henni niður frítt á weirdcore.com. Þarna eru lög með rjómandum af íslenskum raftónlistarmönn- um, bæði gamalgrónum kempum og nýjum listamönnum. Þeir sem eru með lög á Weirdcore 2 eru Ruxpin, Yagya, Biogen, Anonym- ous, Skurken, hljómsveitin Sykur, Steve Sampling, Futuregrapher, Einum of, Quadruplos, Hypno, Yoda Remote, Arizonac, Thizone og Public Relations. Fyrir aðdá- endur raftónlistar er þetta sannur hvalreki og einstök samtímaheim- ild um íslensku raftónlistarsen- una. Weirdcore 2 HVALREKI Rjóminn úr rafdeildinni. SKEMMTI SÉR Í SÓLINNI Jude Law skellti sér til Barbados ásamt börnum sínum og fyrr- verandi unnustu sinni, Siennu Miller. Grínistinn Russell Brand og söngkonan Katy Perry ákváðu að fara á suðlægari slóðir yfir jólahátíðina og ferðuðust til Ind- lands. Perry birti mynd af sér og Brand fyrir utan Taj Mahal á Twitter-síðu sinni og undir hafði hún skrifað: „Hann byggði þetta handa mér.“ Russell og Katy hafa nú verið saman í þrjá mánuði og á þeim stutta tíma hafa þau verið dugleg að ferðast um heiminn og njóta lífsins. Brand, sem er þekktur kvenna- maður í föðurlandi sínu Englandi, sagði Katy hafa breytt lífi hans til hins betra. „Hún er æðisleg. Hún er góð manneskja og tím- inn með henni hefur breytt mér. Ég er hættur að gera hluti sem ég hefði líklega aldrei átt að gera til að byrja með.“ GUS GUS DJ SET ~ DJ MARGEIR DJ SEXY LAZER ~ DJ CASANOVA HUMAN WOMAN ~ MAGGI JÓNS ~ LEGEND [MEÐ KRUMMA] ~ Á AUSTUR KL 00:30 Á GAMLÁRSKVÖLD BORÐAPANTANIR í s. 772 7295FORSALA 2000 KR - MIDI.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.