Fréttablaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.12.2009, Blaðsíða 18
18 31. desember 2009 FIMMTUDAGUR Á rið sem nú er að líða var mörgum erfitt. Það var ár viðbragða við hruni gengis og banka, ár mótmæla, stjórnar skipta, kosninga og fjárhags vanda. Það var einnig árið þegar hrein meirihlutastjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks tók við stjórnartaumunum í fyrsta sinn í sögu lýð- veldisins. Sögulegt hlutverk núverandi ríkisstjórnar er uppgjör og endurreisn íslensks efnahags- lífs eftir hörmulegan viðskilnað ríkisstjórna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þetta hefur reynst vandasamt viðfangsefni en stjórnin hefur sýnt staðfestu og náð öllum helstu markmiðum sínum á árinu. En verkefnið er rétt að hefjast. Framundan eru spennandi tímar við mótun íslensks samfélags og skiptir miklu að ríkisstjórn- inni takist að festa jafnaðarstefnuna í sessi svo hér geti þróast farsælt velferðar- þjóðfélag í norrænum anda. Ég tel að Íslendingar hafi brugðist skyn- samlega við efnahagserfiðleikum í kjölfar gengishruns og falls bankanna. Fjölmörg afrek hafa verið unnin á ýmsum sviðum þjóðlífsins – inni á heimilunum, í fyrirtækj- um og hjá opinberum stofnunum. Okkur hefur því gengið mun betur á árinu en spár gerðu ráð fyrir. Í stað efnahagshruns, sem allt stefndi í við upphaf árs, virðist staðan á Íslandi nú sambærileg við efnahagsvanda margra ann- arra ríkja í okkar heimshluta. Þetta á m.a. við um samdrátt í efnahagslífinu, atvinnu- leysi og skuldastöðu hins opinbera. Sá árangur er í raun ótrúlegur þegar haft er í huga að hér hrundi bæði gjaldmiðillinn og bankakerfið í einu vetfangi – nokkuð sem hvergi hefur gerst í vestrænu ríki á friðar- tímum. Glíman við ríkisfjármálin og skuldavanda ríkissjóðs verður óneitanlega erfið á næstu misserum. Helstu ástæður skuldaaukningar ríkissjóðs vegna falls bankanna eru fjórar: 1. Nauðsynlegt verður að reka ríkissjóð með miklum halla um nokkurra ára skeið til að milda áfallið. Hallinn mun nema 500-600 milljörðum króna eða 30-40% af landsfram- leiðslu. 2. Greiða þarf um 300 milljarða króna kostnað vegna tæknilegs gjaldþrots Seðla- banka Íslands, upphæð sem nemur ríflega 20% af landsframleiðslu. Það er sláandi að auknar skattaálögur á einstaklinga nema sambærilegri upphæð og vextir og verð- bætur af framlagi ríkissjóðs vegna þeirra mistaka sem gerð voru í Seðlabankanum í aðdraganda bankahrunsins. 3. Icesave-skuldbindingin, sé miðað við 88% endurheimtur úr búi Landsbankans, mun kosta sem nemur 10-15% af landsfram- leiðslu. 4. Kostnaður við endurreisn bankanna mun nema 135 milljörðum króna en hann er þó 250 milljörðum lægri en á horfðist og sparar það ríkinu veruleg vaxtagjöld strax á þessu ári. Ríkisstjórnin hefur kappkostað að hlífa þeim verst settu í samfélaginu eins og kost- ur er. Á góðæristímum, í stjórnartíð Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, hækk- uðu skattar á tekjulægstu fjölskyldurnar um rúm 7% en lækkuðu um 6,9% hjá þeim tekjuhæstu. Nú, á þessum krepputímum, lækka hins vegar skattar fólks með mán- aðartekjur undir 270 þúsund krónum. Til að létta skuldabyrði verst settu heimilanna hafa vaxtabætur einnig verið auknar um 4,5 milljarða króna á árinu. Það skiptir því sannarlega máli hverjir stjórna landinu, nú þegar mikilvægt er að jafnræði og réttlæti ríki við endurreisn efnahagslífsins. Horfur eru á að um miðbik næsta árs verði umskipti til hins betra í efnahagsmál- um þjóðarinnar og að örla taki á hagvexti að nýju. Þá bíða okkar einnig mikilvægar samningaviðræður við ESB. Þær geta ráðið miklu um efnahagslegt öryggi þjóðarinnar til frambúðar og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Mikilvægt er sömuleiðis að árið 2010 verði tími uppgjörs og sátta. Rannsóknar- nefnd Alþingis mun skila skýrslu um orsak- ir hrunsins í byrjun ársins. Þar þarf allt að koma fram í dagsljósið og ekkert má skilja undan. Það er mikilvæg forsenda þess að sátt náist í samfélaginu og samstaða um þróttmikla endurreisn. Ríkisstjórnin hefur siglt þjóðarskútunni í rétta átt og gengið í verkin af krafti. Á árinu 2009 hefur styrkur íslensks samfélags að sama skapi komið vel í ljós. Við áramót er mér því efst í huga þakklæti til almennings í landinu Ég þakka landsmönnum dugnað þeirra og þrautseigju á árinu sem er að líða og óska þeim árs og friðar. Höfundur er forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. 2010 – ár uppgjörs og sátta Á rið sem nú rennur sitt skeið á enda hefur verið okkur Íslendingum erfitt vegna ástæðna sem öllum eru kunnar. Um leið eru þó sem betur fer góðar líkur á að ársins verði minnst fyrir þá þrautseigju sem þjóðin sýndi við erfið- ar aðstæður og þess árs þar sem grunnur var lagður að endurreisn íslensks efnahagslífs. Í upphafi árs ríki mikil reiði, svartsýni og ótti í samfélaginu en almenn- ingur sýndi með fjölmennum mótmælum að enn bjó von um betri tíð í brjósti fólks. Mótmælin leiddu á endanum til stjórnarskipta og Alþingiskosninga þar sem minnihlutastjórnin sem sat fram að þeim fékk fullt umboð kjósenda og varð að meirihlutastjórn. Ríkisstjórnin hefur síðan reynt að svara kallinu um endurbætur og siðbót þó vissulega megi alltaf gera betur. Meðal annars hefur hún leitast við að aðstoða einstaklinga og heimili sem glíma við fjárhagsörðug- leika í kjölfar hrunsins. Má þar nefna hækkun vaxta- bóta, heimild til útgreiðslu séreignasparnaðar, frest- un allra nauðungaruppboða auk fjölbreyttra úrræða fyrir þá sem glíma við greiðsluerfiðleika. Þá hefur verið lögð áhersla á að efla og auka trúverðugleika eftirlitsstofnana, t.d. með nýrri og faglegri yfirstjórn í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu auk þess að stórefla embætti sérstaks saksóknara. Ríkisstjórnin hefur þannig með verkum sínum áorkað miklu þó aðstæður til björgunar- og endurreisnaraðgerða hafi verið erfiðar. Á árinu hefur einnig tekist að endurreisa banka- kerfið á mun hagstæðari hátt fyrir ríkissjóð en nokk- urn hafði órað fyrir – 250 milljörðum króna minni bein fjárútlát og 46 milljörðum króna lægri vaxta- gjöld á þeim árum sem nú mætast. Þá er mikilvægt að þetta tókst í samráði við helstu kröfuhafa bankanna, sem bætir samskiptin við þá og dregur úr líkum á málaferlum. Einnig tókst að koma böndum á ríkis- fjármálin þannig að afkoma ríkissjóðs er mun betri en á horfðist um tíma og í samræmi við fjárlög sem samþykkt voru í lok síðasta árs. Auk þessa hefur tek- ist að tryggja þau lán sem þurfti til að styrkja gjald- eyrisvaraforða Seðlabankans. Þá eru betri horfur á þróun verðbólgu, atvinnuleysis og um minni samdrátt í landsframleiðslu auk þess sem vextir hafa lækkað hratt síðustu mánuði. Ekki má heldur gleyma að ýmis framfaramál hafa náð fram að ganga á árinu þrátt fyrir erfiðleikana og sýnir það að stundum er viljinn allt sem þarf. Skal þar fyrst nefna nýtt tekjuskattskerfi sem mun verja hina tekjulægstu fyrir skattahækkunum og dreifa byrðunum á allt annan og réttlátari hátt en áður. Þá má einnig nefna hærri grunnframfærslu náms- lána, skýra og metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum, kaup á vændi hafa verið bönnuð, lög sem bæta stöðu sprotafyrirtækja hafa verið samþykkt, Varnarmála- stofnun verður lögð niður á nýju ári og svona mætti lengi telja. Nauðsynlegt er að við þessi áramót verði gerð skýr kaflaskil við fortíðina. Nú skal hefjast kaflinn þar sem hið nýja Ísland rís úr öskustó frumbernsku síns fullveldis og þroskast sem stolt, sjálfstæð, friðelsk- andi smáþjóð sem axlar sína ábyrgð og skuldbind- ingar jafnhliða því að standa fast á rétti sínum. Sú þrautaganga sem við erum að ganga í gegnum mun aðeins verða til þess að styrkja okkur svo fremi við ýtum allri vanmáttarkennd til hliðar, stöndum saman og styðjum við þá sem höllustum fæti standa. Árið 2015 eða 2025 munum við líta til baka og hugsa stolt til þess hvernig við gengum í gegn um kreppuna, lögðum okkar af mörkum og gleðjumst yfir því að það hafi tekist. Aðalatriðið er að þegar til baka verð- ur litið þá gengu þessi „móðuharðindi“ yfir, þó af mannavöldum væru, rétt eins og önnur og þjóðin sigr- aðist á þeim með þolgæði sínu og þrautseigju. Þar sem ég stend og svipast um í lok árs sé ég að mikið hefur áunnist og að enn meiri bati er í sjónmáli, en hann mun ekki verða af sjálfu sér. Örlög Íslands eru í höndum okkar Íslendinga, engra annarra. Ísland hefur allt sem þarf og óendanlega mikið af því sem svo marga aðra vantar. Gleymum því ekki að við erum ein af ríkustu þjóðum heims, og þótt við stönd- um í efnahagslegum hremmingum, sem vissulega eru miklar, eru þær þó fjarri því að vera okkur ofviða. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Kaflaskil STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Sú þrautaganga sem við erum að ganga í gegn- um mun aðeins verða til þess að styrkja okkur svo fremi við ýtum allri vanmáttarkennd til hliðar, stöndum saman og styðjum við þá sem höllustum fæti standa. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.