Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 16
16 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Blessuð vertu, ég er löngu kominn úr tísku,“ segir Davíð Scheving og þyk- ist varla trúa að verið sé að falast eftir viðtali við hann í tilefni áttræðisaf- mælisins. Hann er á leiðinni vestan af Snæfellsnesi, ásamt frúnni, þegar í hann næst í síma. Eins og hjá flest- um sem fara um Vesturland er Borgar- nes sjálfsagður viðkomustaður og þar tyllir hann sér niður í einni sjoppunni meðan spjallið fer fram. Fyrst er for- vitnast um hvað hann hafi verið að gera fyrir vestan. „Hefurðu komið í Stykkis- hólm?“ spyr hann á móti. „Jæja, þá hef- urðu séð Helgafell. Við erum skrifuð fyrir smá athvarfi í Sauraskógi, næsta bæ við Helgafellið. Það er dásamleg- ur staður.“ Ísafjörður er fæðingarbær Davíðs og hann kveðst bæði Vestfirðingur og Norðlendingur að uppruna. „En ég var bara fimm mánaða þegar ég fluttist til Reykjavíkur og þar ólst ég upp, nánar tiltekið við Laufásveginn. Þar var og er besta brekkan í borginni og alltaf logn,“ rifjar hann upp. Skólana hafði hann innan seilingar. Austurbæjar- skólann, æfingadeild Kennaraskólans sem var við Laufásveginn og svo MR þar sem hann setti upp hvíta kollinn 1949. Svo tók atvinnulífið við. „Já, ég byrjaði að vinna 21 árs og var á launa- skrá á ýmsum stöðum til 78 ára ald- urs,“ upplýsir hann. Davíð stóð í framleiðslu á íslenskum iðnaðarvörum, fyrst í Smára, Ljóma og Smjörlíkisgerðinni og svo drykkj- arvöruverksmiðjunni Sól. Hann er guðfaðir hins sívinsæla Svala sem þar var framleiddur − og er enn, þótt af- skiptum Davíðs af fyrirtækinu hafi lokið um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. „Svalinn heitir í höfuðið á kon- unni minni, Stefaníu Svölu Borg,“ segir hann stoltur. Of langt væri að telja upp allar þær stjórnir sem Davíð hefur átt sæti í en nefna má Félag íslenskra iðn- rekenda og Vinnuveitendasambandið og hann er í Hugmyndaráðuneytinu sem sett var á fót á síðasta ári til að virkja einstaklinginn og atvinnulífið án þess að hið opinbera blandi sér í það starf. Hann kveðst hafa haft gaman af að vasast í félagsmálum en úr því hafi dregið í seinni tíð. „Nema hvað ég er aðalræðismaður Írlands og hef verið það síðan sjötíu og eitthvað. Þarf til dæmis að útskýra Icesave og aðildar- umsókn Íslands að Evrópusambandinu fyrir Írum og hef fylgst með umræð- um á Alþingi og atkvæðagreiðslum til að geta sett mig inn í málin. Það er nú ekki öfundsvert hlutskipti að hlusta á það sem þar fer fram.“ En hver skyldu helstu áhugamálin vera þegar félags- lífinu sleppir? „Þau snúast til dæmis um að keyra vestur á Snæfellsnes og dvelja þar stund og stund. Ég hef líka afskaplega gaman af músík, við vorum að hlusta á Exultate jubilate eftir Moz- art í bílnum áðan. Svo les ég tals- vert, einkum söguleg skrif. Er núna á kafi í Snorra sem ég hafði með mér í Saura og er búinn með Ragnar í Smára sem var minn yfirboðari í smjörlíkinu í fjörutíu ár. Þetta eru frábærlega góðar bækur.“ Að lokum er Davíð spurður hvað standi upp úr eftir þessi áttatíu ár og þarf engan umhugsunarfrest. „Það er hvað ég hef verið lánssamur og hvað Guð hefur verið þolinmóður og góður við syndaselinn mig. Ég hef hesta- heilsu, á góða konu og 19 afkomendur sem allir eru yndislegir. Ég er lukk- unnar pamfíll.“ gun@frettabladid.is DAVÍÐ SCHEVING THORSTEINSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: ER ÁTTRÆÐUR Í DAG Guð hefur verið þolinmóður og góður við syndaselinn mig DAVÍÐ SCHEVING. „Ég byrjaði að vinna 21 árs og var á launaskrá á ýmsum stöðum til 78 ára aldurs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Æðurin er stór kafönd sem heldur sig nær eingöngu á og við sjó og er algengasta önd landsins. Karlfuglinn, blikinn, er skrautlegur, svartur og hvít- ur, með rauðleita bringu og græna flekki á hnakka. Kven- fuglinn, kollan, er í felulitum eins og flestar andakollur. Æð- arfuglinn er sjófugl, einnig á varptíma, en slæðingur verpur við ár og vötn allt að 20 km frá sjó. Hann verpur í byggðum, oft stórum og þéttum, í hólm- um eða þar sem hann nýtur verndar. Hreiðrið er opið, fóðr- að með hinum verðmæta dúni sem er verðmæt útflutnings- vara. Það er oftast staðsett við einhverja mishæð eða í mann- gerðum varphólfum. Fæðan er kræklingur og önnur skeldýr, krabbadýr, grásleppuhrogn og fiskúrgangur. Í árlegum vetrarfuglatalning- um, sem Náttúrufræðistofn- un skipuleggur um land allt á þessum árstíma (talningadag- urinn nú er 27. desember) og hafa staðið samfellt frá árinu 1952, er æðurin ávalt algeng- asti fuglinn. Talið er á um 100 svæðum um land allt, flest- um við ströndina og hafa sést milli 50 og 60.000 æðarfugl- ar í hverri talningu á undan- förnum árum. Nánari upplýs- ingar um talningarnar á vefn- um www.ni.is. Á útmánuðum má oft sjá þúsundir æðar- fugla í höfnum, sérstaklega þar sem loðnu er landað en fuglin- um finnst loðnuhrognin mikið hnossgæti. www.fuglavernd.is FUGL VIKUNNAR: ÆÐUR Algengasti fuglinn við Ísland á veturna ÆÐUR Það er stóísk ró og fegurð yfir æðarblikanum. MYND/JÓHANN ÓLI HILMARSSON. SIR ISAAC NEWTON (1643-1727) FÆDDIST ÞENNAN DAG „Við byggjum of marga veggi og of fáar brýr.“ Sir Isaac Newton var enskur stærðfræðingur, eðlisfræð- ingur, stjarnfræðingur, nátt- úruspekingur og gullgerðar- maður. Á þessum degi árið 1983 skall á mikið óveður á Suður- og Vesturlandi og þurftu lögregla og björgunarsveitir að koma mörgum til aðstoðar. Hundruð björgunar- og lögreglumanna voru að störfum allan daginn en á höfuðborgarsvæðinu lánuðu björgunarsveitirnar bíla sína og annan út- búnað til lögreglunnar þar sem bílafloti lögregl- unnar réði ekki við aðstæður. Mikill fjöldi bíla sat fastur og mörg dæmi voru um að fólk þyrfti að bíða eftir aðstoð, fast í bíl- unum, í margar klukkustundir. Ástandið varð verst á Suðurlandi og lá skólahald þar víðast hvar niðri í tvo daga og mjólkurflutn- ingar fóru úr skorðum. Reykjanesbrautin lokað- ist og marga smábíla fennti nánast í kaf í byln- um. Daginn eftir, þann 5. janúar, varð aftur ófært þegar ein dýpsta lægð sem sögur fara af gekk yfir landið. Nákvæmlega ári síðar, hinn 4. janúar 1984, gerði aftur stórviðri með snjókomu sem olli miklum samgönguerfiðleikum á höfuðborgarsvæðinu með þeim afleiðingum að skólastarf féll niður og vinnustöðum var lokað. Þá varð einnig mikið tjón af völdum sjávarflóða, meðal annars í Sandgerði og á Akranesi. ÞETTA GERÐIST: 4. JANÚAR 1983 Mikið óveður í Reykjavík Frá áramótum fá grunnskólabörn á Akureyri frítt í sundlaug- ar bæjarins eftir því sem norðlenski fréttamiðillinn Viku- dagur greinir frá. Því mun verða um tólf prósentum ódýrara fyrir fjögurra manna fjölskyldu að fara í sund á nýju ári. Frá þessu sagði Ólafur Jónsson, formaður íþróttaráðs, í hófi sem Afreks- og styrktarsjóður Akureyrar stóð fyrir í Íþróttahöllinni nýlega. Áður kostaði 100 krónur fyrir börn í sund. Börnin fá frítt SUNDLAUG AKUREYRAR Grunnskólabörn á Akureyri fá frítt í sund frá áramótum. MERKISATBURÐIR 1917 Ríkisstjórn Jóns Magnús- sonar tekur við völdum og fyrsta íslenska ráðu- neytið er sett á flot. 1948 Burma öðlast sjálfstæði Landið var áður undir Bretlandi. 1958 Sir Edmund Hillary nær á Suðurpólinn. 1989 Stórbruni verður að Rétt- arhálsi þegar Gúmmí- vinnustofan brennur ásamt fleiri fyrirtækjum í kring. Tjónið nemur rúm- lega fjögur hundruð millj- ónum króna. 1994 Samið er við Banda- ríkjamenn um samdrátt í rekstri varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. 2006 Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, fær hjarta- áfall. Ehud Olmert tekur við embættinu. ÓVEÐUR Í REYKJAVÍK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.