Samtíðin - 01.11.1941, Blaðsíða 33

Samtíðin - 01.11.1941, Blaðsíða 33
SAMTÍÐIN 29 VEITINGAÞJÓNAR eiga að sjálf- sögðu örðugt með að siða gesli ])á, er þeir umgangast. En einu sinni gekk svo fram af þjóni, að hann gat ekki orða bundizt við frábærlega siðlausan gest. Þjónninn mælti: — Staða mín leýfir mér ekki að segja vður til syndanna. En ef ég ætti að beyja við yður einvígi, ínundi ég kjósa mér lmndbók i mannasiðum að vopni. Gesturinn: — Þessi steik er svo seig, að ég vinn ekki á henni. Getið þér ekki látið mig fá eitthvað ann- að að éta? Þjónninn: —- Því miður get ég ekki skipt við ijður, þar sem þér er- uð búinn að tgggja steikina. Drengur liafði stolið 25 aurum og var kallaður fyrir dómara. Dómarinn: — Jæja, lwað gerð- irðu þá við aurana? Drengurinn (skælandi): — Eg keypti fyrir þái karlamellur. Dómarinn: — Það áttirðu ekki að gera, væni minn. Þú áttir að kaupa eitthvað, sem gagn var í. —- Hugsaðu þér, að þú ættir allt það whisky, sem þú hefur drukk- ið í þessum legubekk! — Og hugsaðu þér, að þú ættir allt það koníak, sem þú hefur hellt niður i þessum stól! — Myndin af mér verður við- bjóðslegri með degi hverjum. Málarinn: — Já, hún er líka bráð- um fullgerð. A Ð VÖ R U N til eigenda veðdeildarbréfa (banka- vaxtabréfa) Landsbankans. Athygli skal vakin á því, að vextir, sem kunna að vera greiddir af útdregn- um veðdeildarbréfum (bankavaxtabréf- um) fyrir tímabil eftir gjalddaga þeirra, verða dregnir frá höfuðstólnum um leið og bréfin eru innleyst. Eigendur slíkra bréfa eru því áminntir um að athuga gaumgæfilega iista þann yfir útdregin veðdeildarbréf (bankavaxtabréf), sem auglýstur er í Lögbirtingablaðinu ár livert, í febrúar eða marz og fæst einn- ig sérprentaður hjá oss og útbúum vorum. LANDSBANKI ÍSLANDS. Þjóðarútgáfan. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Þessar þrjár bækur verða m. a. gefn- ar út i ár: Urvalsrit Jónasar Hallgrímssonar, með formála eftir Jónas Jónsson. Hin fræga skáldsaga Anna Ivarcnina, fyrsti hluti. Bókin er þýdd af Magn- úsi Ásgeirssyni. Sagnfræðirit eftir Skúla Þórðarson magister. I þessari hók er skýrt frá helztu stefnum og athurðum síðustu 20—30 ára. Samtíðarmenn! EfliS heimilismenn- inguna. MyndiS bókasáfn á hverju heimili. Kaúpið bækur Þjóðarútgáfunn- ar. A þessu ári fá áskrifendur 7 góðar bækur fyrir 10 kr. árgjald. Skrifstofa: Hverfisgötu 21, Reykjavik. Sími 3652. Pósthólf 1043. Umboðsmenn um allt land.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.