Fréttablaðið - 29.03.2010, Page 8

Fréttablaðið - 29.03.2010, Page 8
8 29. mars 2010 MÁNUDAGUR Hjólafestingar Stilling hf. · Sími 520 8000 www.stilling.is · stilling@stilling.is Laugavegi 172-174 · 590 5000 · hekla.is · hekla@hekla.isÞjónustuver og þjónustumóttökur: Opið frá 8-17 alla virka daga · Pantanasími 590 5030 · thjonusta@hekla.is. Netspjall á www.hekla.is. Þú getur treyst því að við sjáum betur um bílinn þinnFeðgarnir tryggja að allt gangi smurt Feðgarnir Jón og Árni og félagar í smur- og smáviðgerðaþjónustu HEKLU tryggja stuttan biðtíma. Þeir eru snöggir að skipta um perur, smyrja eða skipta um þurrkur, dekk og fleira fyrir þig, enda verkstæðið vel tækjum búið. Láttu okkur um að smyrja bílinn þinn betur. Smurþjónusta Rúðuþurrkur, þrif og perur Sérstök hraðþjónusta í boði Hjólbarðaþjónusta VEISTU SVARIÐ? 1 Hvað er MÍR, Menningar- tengsl Íslands og Rússlands, gamalt um þessar mundir? 2 Hvaða íslenska hljómsveit ætlar í samstarf við Henson um framleiðslu á bolum og svitaböndum? 3 Hvaða leikföngum er fólk hvatt til að henda í ljósi dauða tíu mánaða stúlku í Kanada sem kafnaði út af slíku leik- fangi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 NÝSKÖPUN Félags- og trygginga- málaráðuneytið hefur úthhlut- að rúmum 30 milljónum króna í styrki til 55 verkefna, sem flokk- ast undir atvinnumál kvenna. Sótt var um styrki til rúmlega 300 verkefna og hafa umsóknir aldrei verið fleiri frá því að árlegar styrkveitingar hófust úr sjóði til að efla atvinnusköpun kvenna árið 1991. Meðal verkefna sem hlutu styrk var vöruþróun og markaðs- setning á morgunkorni og upplýs- ingaveita um aðgengismál í þjón- ustufyrirtækjum. - bs Styrkir til atvinnumála kvenna: Um 30 milljónir til 55 verkefna TAÍLAND, AP Abhisit Vejjajiva, for- sætisráðherra Taílands, átti í gær fund í beinni sjónvarpsútsendingu með leiðtogum mótmælendahreyf- ingar sem krefjast þess að ríkis- stjórn hans víki. Engin niðurstaða fékkst á fund- inum, en frekari tilraunir til sátta voru boðaðar á næstu dögum. „Krafa okkar er einföld og skýr,“ sagði Veera Muksikapong, leiðtogi mótmælenda. „Leysið upp þingið og látið fólkið kjósa á ný.“ And- rúmsloftið var stíft, en Abhisit spurði á móti hvort afsögn myndi nokkuð leysa vandann. - gb Sáttatilraunir á fundi sem haldinn var í beinni útsendingu í Taílandi: Enginn árangur í sjónvarpinu FYLGST MEÐ ÚTSENDINGU Viðbrögð stjórnarandstæðings. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill fækka ráðu- neytum úr tólf í níu á þessu ári og telur raunsætt að fækka megi rík- isstofnunum um 30-40 prósent á næstu tveimur til þremur árum. Þetta kom fram í ræðu hennar á flokksstjórnarfundi Samfylking- arinnar á laugardag. Jóhanna tal- aði þar fyrir því að félagsmála- og heilbrigðisráðuneyti verði sam- einuð í nýtt velferðarráðuneyti, landbúnaðar, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti verði sameinuð í atvinnuvegaráðuneyti, en sam- göngu- og dómsmálaráðuneyti verði lögð saman í innanríkisráðu- neyti. Slík sameining opni á nýja nálgun í stjórnsýslu með samein- ingu stofnana. „Sé horft til þess að ríkisstofnanir eru í dag um tvö hundruð talsins og margar þeirra sinna svipuðum verkefnum er ljóst að ná má fram verulegri langtíma- hagræðingu í rekstri með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu á milli þeirra. Ég tel að það sé raunsætt markmið að fækka ríkisstofnunum um 30-40 prósent á næstu 2-3 árum,“ sagði Jóhanna. „Hér yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og upp- stokkun sem átt hefur sér stað í ríkisrekstri á Íslandi.“ - pg Jóhanna Sigurðardóttir vill fækka ráðuneytum úr tólf í níu strax á þessu ári: Raunsætt að fækka stofn- unum ríkisins um 30-40% JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Í stjórnar- sáttmálanum er kveðið á um fækkun ráðuneyta með sameiningu á kjörtíma- bilinu. Á laugardaginn sagðist ráðherra vilja ráðast í fækkunina á þessu ári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.