Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 2
2 10. maí 2010 MÁNUDAGUR FÓLK „Þegar ég kom að boltanum sá ég að hann hafði ekki lent í tjörn- inni eins og hélt. Hann hafði stopp- að á hryggnum á krókódíl sem lá þarna í makindum sínum,“ segir Guðlaug K. Pálsdóttir, sem nýlega var við golfleik á Providence-golf- vellinum í Flórída í Bandaríkjun- um. „Ég fullyrði að krókódíllinn glotti í áttina til mín þegar hann tók boltann í kjaftinn og stakk sér í tjörnina.“ Guðlaug og eiginmaður henn- ar, Kristján Þór Sveinsson, höfðu ásamt vinum hafið leik snemma dags og vissu ekki hvað beið þeirra á hinum glæsilega Providence- golfvelli, sem byggður hefur verið upp á undanförnum árum. Guðlaug útskýrir að eftir gott upphafshögg á fyrstu braut hafi annað höggið mistekist. Var hún þess fullviss að boltinn hefði farið í tjörn sem er við brautina. „Ég ætl- aði ekki að trúa eigin augum þegar ég sá hvers kyns var. Ég komst síðar að því að stað- arreglur kveða á um að golfari í hættu fái frí- dropp.“ Þegar blaða- maður spurði hvernig það hefði verið að snúa baki í tjörnina þegar leik var hald- ið áfram eftir myndatöku segir Guðlaug: „Það var sérstakt. Króksi var ekki stór en ég held að Íslend- ingur geti ekki gert sér grein fyrir hættunni sem stafar af krókódíl- um við golfiðkun.“ Guðlaug bætir við að hún verði sennilega þolin- móðari við „erfiðar“ aðstæður á Íslandi. Eins og til dæmis að sætta sig við það þegar kríurnar ganga hart fram við að verja hreiðrin úti á Seltjarnarnesi. Þær upplýsingar fengust hjá einum af golfkennur- unum á Providence-golfvellinum að þessi uppákoma væri einstök. Vissulega væri mikið dýralíf við völlinn, enda er hann á miðju verndarsvæði. „Það eru krókódíl- ar við alla golfvelli í Flórída en ég hef aldrei heyrt um neitt þessu líkt þau fimmtán ár sem ég hef starf- að hér“, sagði golfkennarinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann skildi blaðamann nefnilega þannig að Guðlaug og hennar fólk ætlaði að fara í mál við fyrirtækið. Hann sagðist þess fullviss að golf- boltinn hefði lent á krók ódílnum og hann hafi verið að verja sig. Þar hitti hann naglann á höfuðið. „Það var virkilega gaman að þessu, fyrst enginn missti útlim,“ segir Guðlaug að endingu. svavar@frettabladid.is Krókódíll át boltann Guðlaug K. Pálsdóttir telur sig hafa afsannað að golf sé hættulaus íþrótt. Ástæðan er sú að krókódíll át golfboltann hennar. Það kom ekki að sök þar sem staðarreglur kveða á um að spilari í lífshættu fái að slá vítislaust. MEÐ BOLTANN Í KJAFTINUM Guðlaug K. Pálsdóttir ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún horfði á krókódíl taka golf- boltann hennar og mjaka sér út í tjörn með hann í kjaftinum. MYND/GUÐJÓN GRÉTAR DANÍELSSON Biggi, er ekki óttalegt maus að skrifa þessa sögu? „Þetta er bara stanslaust stuð og mjög seif.“ Birgir Örn Steinarsson úr hljómsveitinni Maus, eða Biggi í Maus, er að skrifa poppsögu Páls Óskars Hjálmtýssonar. ELDGOS Flugsamgöngur víðs vegar um Evrópu komust í uppnám vegna eldgossins í Eyjafjallajökli um helg- ina. Flugvöllum var meðal annars lokað um tíma í Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Írlandi í gær. Um 24.500 flug fóru um Evrópu í gær, en það er 500 færri flug en venja er. Þá urðu talsverð- ar seinkanir þar sem fljúga þurfti lengri leiðir til að forðast öskuský. Keflavíkurflugvöllur og Reykja- víkurflugvöllur hafa verið lokaðir um helgina og hefur flug til og frá landinu því farið um Akureyrar- flugvöll. Áfram verður flogið um Akureyrarvöll í dag, en vonast er til þess að hægt verði að fljúga frá Keflavík í kvöld. Samkvæmt spám er gert ráð fyrir að flug geti verið komið í fastar skorður á morgun, að sögn Guðjóns Arngrímssonar hjá Icelandair. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni virðist framleiðsla gosefna hafa farið dvínandi síðustu vikuna. Gosvirknin hafi þó gengið í bylgjum og búast megi við áfram- haldandi sveiflum. Þá sé ekkert sem bendi til þess að gosinu sé að ljúka. Drunur heyrðust frá gosinu í tæp- lega 200 kílómetra fjarlægð, meðal annars í Borgarfirði, Vestmanna- eyjum og í Austur-Húnavatnssýslu. - þeb Loka þurfti flugvöllum í nokkrum Evrópulöndum um tíma í gær: Áfram flogið um Akureyri AKUREYRARFLUGVÖLLUR Millilandaflug hefur farið um Akureyrarflugvöll um helgina og svo verður áfram í dag. LÖGREGLUMÁL Rúmlega þrítug- ur maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa valdið dauða manns á sextugsaldri aðfaranótt laugardags. Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu um málið um klukkan sex á laugardagsmorgun. Þá höfðu vegfarendur gengið fram á látinn mann fyrir utan hús í Keflavík. Áverkar á líki mannsins bentu strax til þess að dauða hans hefði borið að með saknæmum hætti. Lögreglan hefur ekki gefið frekari upplýsing- ar um málið, og sagði í tilkynningu í gær að enn ætti eftir að yfirheyra sakborninginn og vitni frekar. Ekki náðist í rannsóknarlögreglumenn á Suðurnesjum í gær. Hinn grunaði heitir Ellert Sævars- son og er 31 árs að aldri. Hann er búsettur í Keflavík, skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Héraðsdómur Reykjaness úrskurð- aði hann í gær í gæsluvarðhald til mánudagsins 17. maí. Hinn látni var á sextugsaldri en ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Lögreglan biður þá sem telja sig geta veitt upplýs- ingar um málið að hafa samband í síma 420-1700 eða á netfangið dc@ dc.is. - þeb Rúmlega þrítugur maður í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum: Grunaður um manndráp Á VETTVANGI Lögreglumenn gengu í nærliggjandi hús og ræddu við íbúa á vettvangi á laugardag. MYND/VÍKURFRÉTTIR BRUSSEL,AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins lofuðu því á neyðarfundi sínum í gær að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að styðja við evruna áður en mark- aðir opnuðu. Þeir vildu ekki gefa nánar upp hvað þeir ætluðu að gera. Vandræði hafa verið með gjaldmiðilinn eftir að fjárhags- vandræðin gengu yfir Grikkland. „Við ætlum að verja evruna,“ sagði Elena Salgado, fjármála- ráðherra Spánar. „Gjaldmiðill okkar þarf meiri stöðugleika. Við munum grípa til nauðsynlegra aðgerða,“ sagði hún. - fb Neyðarfundur hjá ESB Ráðherrar ætla að verja evruna ELENA SALGADO Fjármálaráðherra Spánar ætlar að verja evruna með kjafti og klóm. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Stjórnendur kauphall- anna Nasdaq OMX og NYSE Eur- onext ætla að vinna með banda- ríska fjármálaeftirlitinu að rannsókn á snarpri dýfu á banda- rískum markaði á fimmtudag í síðustu viku þegar Dow Jones- hlutabréfavísitalan hrundi um eitt þúsund stig. Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Chris Dodd, sem jafn- framt er formaður bankamála- nefndar bandaríska þingsins, vill fyrirbyggja að mistök geti leitt til nýrrar dýfu. - jab Rannsaka markaðshrunið: Vilja hindra nýtt hrun VINNUSLYS Starfsmaður Hótels Selfoss hlaut fyrsta og annars stigs bruna í andliti, á höndum og framanverðum lærum í fyrradag. Slysið varð þegar starfsstúlka heilsulindar hótelsins var að bæta á arin. Eldur blossaði upp og kviknaði í fötum stúlkunnar en henni tókst að kæla sig á ís. Læknir, sem staddur var í heilsu- lindinni, kom henni til aðstoðar og kallaði á sjúkrabíl sem flutti stúlkuna til aðhlynningar á Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi. Viðvörunarkerfi hótelsins fóru í gang við eldsprenginguna og flæddu mörg hundruð lítrar af vatni á gólfið úr úðarakerfi á hæðinni. - rat Vinnuslys á Hótel Selfossi: Brann í andliti og á lærum MOSKVA,AP Að minnsta kosti tólf verkamenn fórust og tugir særð- ust þegar tvær sprengingar urðu í stærstu neðanjarðarkolanámu Rússlands. 83 manneskjur til viðbótar voru fastar niðri í námunni í gær, þar á meðal björgunarstarfs- menn. Fyrri sprengingin varð laust fyrir miðnætti á laugar- dagskvöld en sú síðari nokkrum klukkustundum síðar. 359 verka- menn voru við vinnu í námunni þegar fyrsta sprengingin varð. Náman er um þrjú þúsund kíló- metra austur af Moskvu. - fb Sprenging í kolanámu: Tólf fórust og tugir særðust KOLANÁMAN Tvær sprengingar urðu í kolanámunni sem kostuðu að minnsta kosti tólf verkamenn lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GUÐLAUG K. PÁLSDÓTTIR Marseruðu á Rauða torginu Breskir hermenn marseruðu um Rauða torgið í Moskvu í fyrsta sinn í sögunni í gær. Þá fögnuðu Rússar því að 65 ár eru liðin frá lokum síðar heimsstyrjaldarinnar. Rússneskar hersveitir marseruðu um torgið ásamt sveitum frá Bretlandi, Frakklandi, Póllandi og Bandaríkjunum. RÚSSLAND Stjórnin féll Stjórnarflokkarnir í Þýskalandi urðu fyrir áfalli í sambandslagakosn- ingunum sem voru haldnar í gær. Samkvæmt fyrstu útgönguspám er stjórnin í Nordrhein-Westphalen fallin og eiga þessi tíðindi eftir að hafa umtalsverð áhrif á landsmálin. ÞÝSKALAND SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.