Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 40
24 10. maí 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is 32 DAGAR Í HM Diego Maradona skoraði fimm mörk og gaf fimm stoð- sendingar þegar Argentínumenn urðu heimsmeistarar í Mexíkó 1986. Maradona skoraði bæði mörk liðsins í sigrunum í átta liða úrslit- um (2-1 gegn Englandi) og undanúrslit- um (2-0 gegn Belgíu) og lagði síðan upp sigurmarkið í úrslitaleiknum sem Jorge Burruchaga skoraði. Maradona var maðurinn á bak við 10 af 14 mörkum Argentínu í keppninni. Parketlakk Ný vara á góðu verði Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is * Aron Kristjánsson stýrði liði Hauka í síðasta skipti á laugardag en hann tekur við þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover Burgdorf í sumar. Aron hefur náð hreint út sagt ótrúlegum árangri með Hauka þau þrjú ár sem hann hefur stýrt liðinu. Haukar hafa orðið Íslandsmeistarar öll árin undir hans stjórn og eru þess utan núverandi bikarmeistarar, deildarmeistarar og deildar- bikarmeistarar. Með öðrum orðum þá eru Haukar handhafar allra bikaranna sem í boði eru. Stórbrotinn árangur. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég tárast í lok handboltaleiks. Að klára þetta svona í fimm leikjum við þessa frábæru umgjörð sem var á þessum leik. Við erum búnir að taka alla titla og áttum möguleika á því ótrúlega en náðum því. Ég er svo stoltur af þessum strák- um,“ sagði Aron sem sjálfur var að springa úr stolti. „Við misstum fimm leikmenn fyrir tímabilið og Gunnar Berg bara hálfur leikmaður. Við fáum tvo stráka til okkar og aðrir stíga í mikilvægari hlutverk. Þvílíkur sigurvilji í þessu liði, það er með eindæmum og heiður að fá að vinna með þessum strákum,“ sagði Aron en er þessi titill sá sætasti? „Fyrsti var reyndar ótrúlega sætur enda voru Haukar við það að falla árið áður. Þetta er samt algjör snilld og jú, þetta er líklega sá sætasti enda var þetta sá erfiðasti. Við vorum búnir að vera í miklum mótbyr á tímabili og berjast við hitt og þetta. Ég held að við höfum sannað í vetur að við séum með besta liðið enda búnir að vinna alla titlana,” sagði sigurreifur Aron Kristjánsson. ARON KRISTJÁNSSON, ÞJÁLFARI HAUKA: YFIRGEFUR HAUKA EFTIR ÞRJÁ ÍSLANDSMEISTARATITLA Í RÖÐ Í fyrsta skipti sem ég tárast eftir handboltaleik HANDBOLTI Haukar eru með besta handboltalið landsins. Það undir- strikuðu lærisveinar Arons Kristj- ánssonar á laugardag er liðið lagði Val, 25-20, í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það voru margir búnir að afskrifa Hauka fyrir leikinn. Var sagt að þeir hefðu ekki sömu breidd og Valsmenn, lykilmenn væru þreyttir og svo var liðið án síns besta varnarmanns, Gunnars Bergs Viktorssonar, í leiknum. Haukar gáfu öllum svartsýnis- spám langt nef í leiknum og sýndu þann karakter og sigurvilja sem einkennir öll meistaralið. Það sem meira er þá var það vörnin sem vann þennan oddaleik fyrir þá. Eftir að leikurinn hafði verið í járnum þá skellti Haukavörn- in í lás um miðjan síðari hálfleik og Valsmenn vissu ekki sitt rjúk- andi ráð. Þeir lentu í stórkostlegum vand- ræðum með að hreinlega koma skoti á markið og gáfu á sama tíma eftir í vörninni. Á þessum kafla kláruðu Haukar leikinn og enginn spenna var á lokamínútunum. Aron Kristjánsson hefur unnið frábært starf með þetta Haukalið síðustu þrjú ár og alltaf náð að stilla strengi liðsins þrátt fyrir breytingar á milli ára. Haukarn- ir voru ekkert sérstaklega sann- færandi í upphafi tímabils en það var stöðugur stígandi í leik þeirra í allan vetur og þeir unnu deild- arkeppnina með talsverðum yfir- burðum. Birkir Ívar hefur verið magn- aður í markinu og það er einnig mikið ánægjuefni fyrir Hauka að eiga einn efnilegasta markvörð landsins, Aron Rafn Eðvarðsson, á bekknum. Pétur Pálsson, sem lítur út eins og minni útgáfa af Kára Kristjánssyni, hefur sprungið út í vetur og var stórkostlegur í úrslit- unum. Gríðarlega sterkur línumað- ur sem virðist alltaf ná boltanum. Er boltinn kemst í hendur hans er niðurstaðan ávallt mark eða vítakast og jafnvel tveggja mín- útna brottvísun. Sigurbergur Sveinsson hefur verið magnaður í allan vetur og Björgvin Hólmgeirsson sýndi hvað í honum býr er leið á tímabil- ið. Vonandi að hann haldi áfram að springa út sem leikmaður. Einhver vanmetnasti handbolta- maður landsins er síðan Elías Már Halldórsson. Þessi ekkert allt of hávaxni hornamaður hefur mátt leysa skyttustöðuna í nán- ast allan vetur og hefur leyst það með glæsibrag þó honum sé ekkert alltaf hampað of mikið. Hann spil- ar skynsamlega, er duglegur að finna línuna og hefur einnig skor- að ágætis mörk fyrir utan. Magn- aður vetur hjá honum. Annars er það liðsheildin sem Aron hefur skapað sem er grunn- urinn að árangrinum. Hjá Hauk- um vinna menn saman sem eitt lið og fórnar sér hver fyrir annan. Sigurvilji leikmanna er mikill og Halldórs Ingólfssonar bíður ekki öfundsvert starf að leysa Aron Kristjánsson af hólmi. henry@frettabladid.is Fullkomið tímabil hjá Haukum Haukar kláruðu fullkomið tímabil á laugardag er þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik gegn Val. Haukar eru nú handhafar allra bikaranna sem í boði eru. Þeir eru Íslandsmeistarar, bikarmeistarar, deildarmeistarar og deildarbikarmeistarar. Þetta er þriðja árið í röð sem Haukar verða meistarar. FLUGFERÐ Aron Kristjánsson var að sjálf- sögðu tolleraður af leikmönnum sínum eftir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BIKARINN Á LOFT Birkir Ívar Guðmundsson lyftir hér sjálfum Íslandsbikarnum á loft við mikinn fögnuð félaga sinna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Vals, er mikill keppn- ismaður sem lifir sig inn í leiki síns liðs. Hann stýrði Val í síðasta skiptið um helgina og það leyndi sér ekki að úrslit leiksins tóku á hann. „Þetta var mjög leiðinlegt. Við vorum betri í þrem leikjum af fimm en þessi leikur taldi. Ég óska Haukum til hamingju með þetta. Þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni en hans lið missti leikinn úr höndunum um miðjan síðari hálf- leik er Haukavörnin skellti í lás. „Flæðið var lítið í sókninni á þessum tíma og varnarleikur- inn staður. Það var meiri kraft- ur í þeim,“ sagði Óskar en tapið í fyrsta leiknum að Ásvöllum sat greinilega enn í honum enda kast- aði Valur frá sér sigri í þeim leik. „Tapið í fyrsta leik var mjög sárt. Það er náttúrulega ef og hefði og allt það. Við hefðum samt átt að gera betur í þeim leik,“ sagði Óskar og tjáði sig svo um dómar- ana. „Við undirbjuggum okkur fyrir þennan leik að dómgæslan yrði 55-45 eða 60-40 með Haukum. Það var stórskrítið að okkar besta par skyldi ekki hafa dæmt fyrr en í fjórða leik? Hvað ef rimman hefði farið 3-0? Svo lenda þeir í því að þurfa að gefa rautt á Haukamann í fjórða leik og koma svo hingað. Þó svo þeir séu okkar reyndasta par þá er það rosalega erfitt fyrir þá. Ég ætla samt ekki að væla yfir dómurum og fannst þeir dæma vel í leiknum. Þetta gerði samt öllum erfitt fyrir,“ sagði Óskar Bjarni og viðurkenndi síðan að Haukar væru vel að titlinum komnir. „Þegar upp er staðið voru Haukarnir betri í dag. Við vorum frábærir, ég er stoltur af strákun- um og stoltur af þessum sjö árum sem ég hef stýrt liðinu,“ sagði Óskar Bjarni sem á þessum tíma- punkti gat ekki meir, tilfinning- arnar báru hann ofurliði og hann varð að yfirgefa salinn með tárin í augunum. - hbg Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, brotnaði saman og grét eftir Haukaleikinn: Stoltur af strákunum mínum TILFINNINGARÍKUR Óskar Bjarni er einn færasti og litríkasti þjálfari landsins. Hann lætur hér vel í sér heyra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.