Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 6
6 10. maí 2010 MÁNUDAGUR Tu ugu og órar síður um Fimm- vörðuhálsgosið í nýjasta blaði. Gjafaáskri að Iceland Review er góð gjöf fyrir vini innan lands og utan Áskri arsími: 512-7575 2010 0 0 56698 22639 01 ISK 899 USD 7.50 DKK 89 LUMPSUCKER SPRING WALK ON THE WILD SIDE MAMMA GO GO THE UNPROMISING BALLERINA 48.01 2010 JÓNSI ON THE GO Jónsi from Sigur Rós goes solo. 03 A NEW SHOW ON EARTH HANNAÐ AF FAGFÓLKI - Á VERÐI FYRIR ÞIG KRULLAÐ HÁR Sérhönnuð hárvörulína fyrir Nærir, mótar og ýkir liði og krullur DÓMSMÁL Starfsmenn á vegum sérstaks saksóknara yfirheyrðu þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrver- andi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um helgina. Magnús var jafnframt bankastjóri Banque Havilland, sem reistur var á rúst- um bankans ytra um mitt síðasta ár. Stjórn bankans sagði Magnúsi upp á föstudag eftir að Héraðs- dómur Reykja- víkur úrskurð- aði hann og Hreiðar í gæslu- varðhald. Ólafur Þór Hauksson, sér- st a k u r sa k- sóknari, vildi hvorki segja til um gang yfir- heyrslna né hvort aðrir hafi verið yfirheyrðir í tengslum við meinta markaðsmisnotkun stjórn- enda Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Ólafur vildi ekki tjá sig um hvaða brot tvímenningarnir eru grunaðir. „Fyrst við erum með bankastjóra Kaupþings og bankastjóra bankans í Lúxemborg í haldi þá segir það sig sjálft að við fjöllum um samskipti þeirra,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu á laug- ardag að sérstakur saksóknari myndi nýta tímann sem þeir Hreið- ar Már og Magnús sitja í gæslu- varðhaldi til að yfirheyra alla þá sem taldir eru tengjast meintum lögbrotum Kaupþings. Það eru taldir vera á þriðja tug manna. Þar á meðal eru Sigurður Einars- son, fyrrverandi stjórnarformað- ur Kaupþings, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur P. Kára- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri áhættustýringar bankans. Sigurður er búsettur í London en Ingólfur og Steingrímur í Lúxem- borg og hafa þar rekið ráðgjafar- fyrirtækið Consolium með Hreið- ari Má. Þeir munu allir hafa verið boðaðir í yfirheyrslur í vikunni. Þá mun sérstakur saksóknari hafa farið fram á við Sigurð að hann flýtti komu sinni hingað til lands en hann ekki sinnt því kalli. Frétta- blaðið hefur ekki náð í Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ólafur vildi ekkert segja til um það í gær hvort fyrrverandi banka- stjórar og framkvæmdastjórar Landsbankans og Glitnis hafi verið boðaðir í skýrslutöku vegna mála sem tengjast aðdraganda banka- hrunsins. jonab@frettabladid.is Kaupþingsstjórar yfir- heyrðir um helgina Helmingurinn af starfsliði sérstaks saksóknara vann að Kaupþingsmálinu um helgina. Málið er umfangsmikið, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks sak- sóknara. Saksóknari getur yfirheyrt grunaða í málinu á fjórum stöðum í einu. Á LEIÐ Í GÆSLUVARÐHALD Yfirheyrslur stóðu yfir þeim Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni um helgina. Helmingur vinnur við Kaupþingsmálið Þrjátíu starfa hjá embætti sérstaks saksóknara og hefur helmingur starfs- liðsins unnið við Kaupþingsmálið um helgina. Aðstaða er til yfirheyrslna á Litla-Hrauni, í húsnæði sérstaks saksóknara auk þess sem nýta má aðstöðu hjá Ríkislögreglustjóra og Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til yfir- heyrslna þegar önnur aðstaða er upptekin, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara. ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Við núverandi aðstæður er gríðarlega stórt lof- orð að ætla að tryggja velferð og grunnþjónustu hjá borginni. Þetta sagði Sóley Tóm- asdóttir, oddviti Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs í Reykjavík, á blaðamanna- fundi í gær. Hún sagði vinstri græn treysta sér til að efna þetta loforð. Vinstri hreyfingin – grænt framboð kynnti kosningaáhersl- ur sínar og forgangsmál á næsta kjörtímabili á fundinum í gær. Sóley talaði þar einnig um fleiri húsnæðisúrræði og fjölbreytta atvinnusköpun á vegum borgar- innar, sem loforð sem flokkurinn treysti sér til að gefa. - þeb Vinstri græn í Reykjavík: Áhersla á velferð SVEITARSTJÓRNARMÁL Forgangs- raða á í þágu velferðar og örygg- is borgarbúa, að sögn Ólafs F. Magnússonar, oddvita H-list- ans, sem kynnti framboð sitt á fundi í gær. H-listinn vill að borgarstjórn- arframboð taki ekki við fjár- framlögum, og að heiðarleiki og almannahags- munir séu settir í öndvegi. Ekki eigi að forgangsraða í þágu rán- dýrra fjárfestinga, segir Ólafur, og nefnir þar sérstaklega Orku- veituna og tónlistarhúsið. Þá eigi ekki að hækka skatta nema á auð- menn og erlend málmbræðslu- fyrirtæki. - þeb H-listi í Reykjavík kynntur: Skattahækkan- ir á auðmenn LONDON, AP Breska dagblaðið The Observer greindi frá því í gær að það hefði undir höndunum leyni- legt skjal Íhaldsflokksins um afstöðu hans til Evrópusambands- ins. Í skjalinu, sem William Hague, talsmaður íhaldsmanna í utanrík- ismálum skrifaði, segir að flokkur- inn muni halda uppi harðri gagn- rýni á sambandið nái hann völdum. Talið er skjalið gæti ógnað viðræð- um Íhaldsmanna og Frjálslyndra demókrata. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna tveggja héldu áfram í gær. Leiðtogarn- ir lýstu viðræð- unum sem upp- byggjandi. Engu að síður gerðu þeir sér grein fyrir því að ná þyrfti samkomu- lagi sem allra fyrst. „Við gerum okkur grein fyrir því að þjóðin þarf á stöðugri og lögmætri ríkisstjórn að halda sem fyrst,“ sagði William Hague. Íhaldsflokkurinn, undir forystu Davids Cameron, hlaut 306 sæti af 650 á breska þinginu í kosn- ingunum sem voru haldnar í síðustu viku. Flokkurinn þarf á tuttugu sætum að halda til viðbótar til að öðlast meirihluta. Vonast hann til að ná samkomulagi við Frjálslynda demókrata, sem hlutu 57 þingsæti, og öðlast um leið öruggan þing- meirihluta. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, vildi ekkert láta hafa eftir sér um mögulegt samkomu- lag við íhaldsmenn. - fb Stjórnarviðræður Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata héldu áfram í gær: Leynilegt skjal veldur áhyggjum WILLIAM HAGUE SÓLEY TÓMASDÓTTIR ÓLAFUR F. MAGNÚSSON SAMFÉLAGSMÁL Fátækt rædd á jafnræðisgrundvelli var yfirskrift fundar sem haldinn var á Grand Hót- eli í gær. Fundurinn var haldinn í tilefni af Evrópu- ári gegn fátækt og félagslegri einangrun, en þar var stefnt saman stjórnmálamönnum, fagfólki í félagsþjónustu og fólki sem upplifað hefur fátækt og félagslega einangrun sjálft. Yfir 80 manns tóku þátt og ræddu í hópum hvern- ig bæta má stöðu þeirra sem af einhverjum ástæð- um standa illa fjárhagslega og félagslega. Meðal annars var fólk sammála um að innræta þyrfti virð- ingu og umhyggju fyrir samfélaginu. „Það sem stóð upp úr er vilji fólks til að búa í samfélagi þar sem við tökum ábyrgð á hvert öðru og að allir hafi möguleika á að þroska hæfileika sína,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, starfandi for- maður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis. Hún sagði jafnframt niðurstöður fundarins mikil- vægt veganesti í vinnu stjórnvalda og fagfólks innan félagsmálageirans. Margrét Einarsdóttir, eigandi nuddstofu í Reykja- vík, sat fundinn sem talsmaður þeirra sem upplif- að hafa fátækt og félagslega einangrun. Hún segir núverandi félagslegt kerfi letjandi. „Þeir sem af einhverjum ástæðum eru á atvinnuleysisbótum eða örorkubótum hafa ekkert svigrúm til dæmis til að prófa viðskiptahugmynd eða auka við menntun sína, án þess að missa bæturnar. Þessu þarf að breyta og gefa fólki tækifæri til að bjarga sér.“ Niðurstöðum fundarins verður komið áleiðis til ráðuneyta og sveitarfélaga af stýrihóp á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytis sem stóð að fundinum. - rat Úrræði gegn fátækt og félagslegri einangrun rædd á Grand Hóteli í gær: Umræður um bætt samfélag MÁLIN RÆDD Umræðufundur um úrræði gegn fátækt og félagslegri einangrun sátu stjórnmálamenn og fulltrúar sveit- arstjórna ásamt fagaðilum félagsþjónustunnar og notendum hennar. MYND/HREINN MAGNÚSSON KJÖRKASSINN Var rétt að handtaka Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings? Já 96,1% Nei 3,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að fækka ráðuneytum? Segðu þína skoðun á vísir.is. RÚSSLAND, AP Dómstóll í Péturs- borg hefur dæmt tvo menn fyrir að myrða og leggja sér að hluta til munns sextán ára stúlku. Mennirnir sem voru um tví- tugt voru dæmdir í 18 og 19 ára fangelsi. Þeir tældu stúlkuna inn á heimili annars þeirra þar sem þeir drekktu henni í baðkari. Síðan elduðu þeir líkamsparta af henni í ofni. Við réttarhöldin sögðust mennirnir saklausir, en áður höfðu þeir sagst hafa myrt stúlkuna vegna þess að þeir voru „svangir“. - gb Tveir ungir Rússar dæmdir: Myrtu stúlku og átu að hluta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.