Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 42
26 10. maí 2010 MÁNUDAGUR VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR: AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 515 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 VALUR-FH PEPSIMÖRKIN Alla þriðjudaga í sumar kl. 22 á Stöð 2 Sport 2 Magnús Gylfa og Tómas Ingi fara yfir alla leiki umferðarinnar og kryfja þá til merg jar. mánudaginn, kl.19.00 FRAM-ÍBV þriðjudaginn, kl.19.45 Enska úrvalsdeildin: ARSENAL - FULHAM 4-0 1-0 Andrei Arshavin (19.), 2-0 Robin van Persie (25.), 3-0 Chris Baid, sjm (37.), 4-0 Carlos Vela (83.). BOLTON - BIRMINGHAM CITY 2-1 1-0 Kevin Davies (32.), 2-0 Ivan Klasnic (59.), 2-1 James McFadden (77.). BURNLEY - TOTTENHAM HOTSPUR 4-2 0-1 Gareth Bale (2.), 0-2 Luka Modric (31.), 1-2 Wade Elliott (41.), 2-2 Jack Cork (53.), 3-2 Martin Paterson (70.), 4-2 Steven Thompson (87.). CHELSEA - WIGAN ATHLETIC 8-0 1-0 Nicolas Anelka (5.), 2-0 Frank Lampard, víti (31.), 3-0 Salomon Kalou (53.), 4-0 N. Anelka (55.), 5-0 Didier Drogba (62.), 6-0 D. Drogba, víti (67.), 7-0 D. Drogba (79.), 8-0 Ashley Cole (89.). EVERTON - PORTSMOUTH 1-0 1-0 Diniyar Bilyaletdinov (93.). MANCHESTER UNITED - STOKE CITY 4-0 1-0 Darren Fletcher (30.), 2-0 Ryan Giggs (37.), 3-0 Danny Higginbotham, sjm (54.) 4-0 Park Ji-Sung (83.). WEST HAM UNITED - MANCHESTER CITY 1-1 1-0 Luis Morte (16.), 1-1 Wright-Phillips (20.). WOLVES - SUNDERLAND 2-1 0-1 Kenwyne Jones (7.), 0-1 Kenwyne Jones (8.), 1-1 Kevin Doyle (10.), 1-1 Kevin Doyle (11.), 1-1 Kevin Doyle (12.), 2-1 Adlane Guadioura (78.), 2-1 Adlane Guadioura (80.) LOKASTAÐAN: Chelsea 38 27 5 6 103-32 86 Man. United 38 27 4 7 86-28 85 Arsenal 38 23 6 9 83-41 75 Tottenham 38 21 7 10 67-41 70 Man. City 38 18 13 7 73-45 67 Aston Villa 38 17 13 8 52-39 64 Liverpool 38 18 9 11 61-35 63 Everton 38 16 13 9 60-49 61 Birmingham 38 13 11 14 38-47 50 Blackburn 38 13 11 14 41-55 50 Stoke City 38 11 14 13 34-48 47 Fulham 38 12 10 16 39-46 46 Sunderland 38 11 11 16 48-56 44 Bolton 38 10 9 19 42-67 39 Wolves 38 9 11 18 32-56 38 Wigan Athletic 38 9 9 20 37-79 36 West Ham 38 8 11 19 47-66 35 Burnley 38 8 6 24 42-82 30 Hull City 38 6 12 20 34-75 30 Portsmouth 38 7 7 24 34-66 19 FÓTBOLTI Leikmenn Man. Utd stóðu sína plikt í gær og kláruðu Stoke, 4-0, en það dugði ekki til að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Aðeins munaði einu stigi á United og Chelsea þegar upp var staðið. „Við getum verið stoltir. Við vorum ekki fjarri því að vinna fjórða árið í röð og úrslitin réð- ust ekki fyrr en á lokadeginum. Á næsta ári munum við reyna aftur og vonandi getum við komið aftur með bikarinn á besta stað í heimi,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, við stuðningsmenn félagsins eftir leikinn í gær. Ferguson og félagar fylgdust að sjálfsögðu með því sem var að gerast hjá Chelsea en það varð snemma ljóst að Chelsea yrði meistari. „Við vissum alltaf að það yrði erfitt hjá Wigan að ná stigi gegn Chelsea. Þegar við heyrðum að þeir væru bara tíu eftir á vellinum þá gufuðu upp allar okkar vonir. Ég ætla ekki að velta mér upp úr því í dag hvar við misstum af titl- inum. Það er hægt að tala um svo marga hluti en það er ekki gott að velta sér upp úr hlutunum. Stund- um gengur þetta upp og stundum ekki,“ sagðu Ferguson og bætti við. „Mestu vonbrigðin var Meistara- deildin. Við hefðum átt að fara alla leið í úrslit. Við klöppum samt fyrir Chelsea og ég klappa fyrir Carlo Ancelotti. Við vitum hversu erfitt það er að vinna þessa deild.“ Ferguson vildi lítið tjá sig um væntanlegar breytingar á leik- mannahópi félagsins. Sagði þó í það minnsta tvö mál í gangi en ekki væri búið að skrifa undir neitt og því gæti hann ekkert tjáð sig. - hbg Man. Utd missti af titlinum en Ferguson ekki hættur: Við getum verið stoltir FLOTTIR FEÐGAR Wayne Rooney sýndi stuðningsmönnum United son sinn, Kai, í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Chelsea tryggði sér í gær Englandsmeistaratitilinn eftir stórsigur gegn Wigan en lokatöl- ur á Stamford Bridge voru 8-0. Chelsea komst á bragðið strax eftir rúmlega fimm mínútna leik. Vendipunktur leiksins kom síðan eftir hálftíma leik. Þá var dæmt víti á Gary Caldwell er hann stöðv- aði Frank Lampard í teignum. Martin Atkinson dómari lét ekki þar við sitja heldur henti Caldwell af velli. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hældi félaginu sem og stuðnings- mönnum liðsins eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt, við gerð- um okkar besta og ég gerði mitt besta fyrir félagið. Það er frábært andrúmsloft hjá Chelsea, frábærir stuðningsmenn og okkur finnst við verðskulda titilinn eftir þetta tíma- bil. Við erum mjög ánægðir,“ sagði Carlo Ancelotti glaður í bragði eftir sigurinn gegn Wigan. Chelsea setti markamet í úrvals- deildinni en liðið skoraði 103 mörk á tímabilinu. Didier Drogba, fram- herji liðsins, skoraði þrjú mörk í leiknum og endaði með 29 mörk í deildinni sem gerir hann að marka- kóngi deildarinnar þetta árið. „Við erum ánægðir með margt. Við erum ánægðir með marka- metið og Didier Drogba er marka- hæstur í deildinni en fyrst og fremst erum við ánægðir með góða frammistöðu,“ bætti Ancel- otti við. John Terry, fyrirliði liðsins, var að vonum sáttur eftir leikinn og ánægður með að biðin eftir titl- inum er loks á enda. „Þetta snýst allt um Chelsea-félagið. Þetta hafa verið erfið þrjú ár að bíða eftir titlinum en við stöndum uppi sem meistarar og eigum það skilið,“ sagði Terry ánægður í leikslok. Terry segir að biðin hafi verið löng og það hafi reynst honum erfitt að horfa á eftir titlinum til United en loks sé komið að því að Manchester United horfi á þá lyfta bikarnum eftirsótta. „Þetta er búið að lifa innra með mér í þrjú ár og erfitt að sjá Manchester United lyfta bikarn- um ár eftir ár. Við höfum allir sem einn þurfta að sitja og horfa á þetta en nú er komið að þeim að horfa á okkur hefja bikarinn á loft.“ Ashley Cole, varnarmaður Chelsea, fagnaði vel og innilega en þetta var fyrsti titill hans með félaginu. „Það er langt síðan ég vann síð- ast deildina og þetta er minn fyrsti titill með Chelsea. Ég er mjög ánægður og vonandi geta allir látið mig í friði og áttað sig á því hvers vegna ég kom hingað,“ sagði Cole að lokum en hann hefur þurft að þola mikið áreiti frá fjölmiðlum í vetur. - rog Chelsea meistari með glæsibrag Eftir að hafa horft á Man. Utd lyfta Englandsbikarnum þrjú ár í röð var aftur komið að Chelsea að fagna í gær. Chelsea þurfti að leggja Wigan að velli til þess að verða meistari og það gerði liðið á sannfærandi hátt. MEISTARI John Terry hefur átt erfitt uppdráttar í einkalífinu í vetur en gat leyft sér að brosa í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.