Samtíðin - 01.06.1969, Qupperneq 7

Samtíðin - 01.06.1969, Qupperneq 7
5. blað 36. árg. Mr. 353 Juní 1969 SAMTÍÐIN HEIHIILISBLAÐ TIL SKEMMTLNAR OG FRÓÐLEIKS SAMTÍÐIN kemur ut mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður Skúiason, Reykjavik, simi 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 180 kr. (erlendis 200 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. Merkur áfangi í siglingamálum Evrópu EFTIR hrakfarir í tveim heimsstyrjöldum á þessari öld standa atvinnuvegir og fjárhagur Vestur-Þýzkalands í dag með miklurn blóma. Gjaldmiðill landsins er til að mynda styrkari en mynt flestra annarra ríkja, og er fátt talið jafn traustvekjandi í þjóðarbúskap að dómi reyndra ntanna í þeim efnum. Þau tíðindi gerðust seint á síðastliðnum vetri og vöktu heimsathygli, að Vcstur- Þjóðverjar luku smíði á þriðja skipinu í veröldinni, sein knúið er kjarnorku. Hlaut það nafnið „Otto Hahn“ og er ætlað til vöruflutninga, er fram h'ða stundir. Eldri kjarnorkuskipin, sem smíð- uð hafa verið, eru bandaríska vöruflutninga- skipið „Savannah" og rússneski ísbrjóturinn .,Iljuschkin“. „Otto Hahn“ er 15 000 lestir, og verður áhöfn skipsins fyrst um sinn 40 vísindamenn. Smíði skipsins kostaði 56 millj. niarka eða sem nem- ur verði fjögra venjulegra vöruflutningaskipa af svipaðri stærð. E u r a t o m greiddi 16 millj. uiarka af skipsverðinu, en afganginn greiddu ríkissjóður Sambandslýðveldisins, Hamborg, Brimar, Neðra-Saxland og Slésvík-Holtsetaland. „Otto Hahn“ fór reynsluferðir frá Hamborg uni Saxelfi, og gengu þær að óskum. Síðan var skipinu siglt til hafs. Ekki mun þurfa að kviða því, að skipinu verði synjað um hafnrými eins °g „Savannah" á sínum tíma, en þá óttuðusl menn það eins og kjarnorkusprengju! Nú hef- ur tekizt að útrýma óttanum við kjarnorku- skip, en engu að síður töldu Þjóðverjar vissara uð taka þetta fram: Kjarnorkuhreyfil 1 er ekki sama og kjarnorkusprengja; hann getur ekki valdið sprengingu. Kjarnorkuvélin í „Otto Hahn“ er ákaflega fyrirferðarlítil. Að öðru leyti er vélarúm skips- ins svipað og í viðlíka stórum skipum. Orku- vélin sjálf hitar aðeins vatn, sem breytist í gufu og knýr venjulegar skipsvélar. En hér er sá reginmunur á, að í stað kola eða olíu nærist orkuvélin á úraníum, sem kemst fyrir í litlum vindlakassa. Sá skammtur nægir þó til þriggja ferða umhverfis jörðu! Ávinningurinn á því með tímanum að verða sá, að í stað mikils magns af eldsneyti geti kjarnorkuskipin flutt vörur, sem því svarar. „Otto Hahn“ á í framtíðinni að annast máim- flutninga milli Narvíkur, Hamborgar og Brinta, en fyrst um sinn verður skipinu einvörðungu siglt í rannsóknarskyni. Skipshöfn þess er þvi 40 vísindamenn í stað venjulegra farmanna. Ætlunin er, að vísindalegur reynslutími skips- ins verði 3 ár. Verður þá siglt víða um höfin milli miðjarðarlínu og norðurheimsskautsins og viðbrögð skipsins gegn veðurofsa, stórsjó og ís þaulrannsökuð. Að því loknu munu vís- indamennirnir stíga á land og veita allar hugs- anlegar upplýsingar um heppilegustu gerð kjarnorkuskipa framtíðarinnar. Verða reynslu- ferðalög þessi kostuð af sömu aðilum og greiddu smíði skipsins, en þess er vænzt, að rekstur næstu kjarnorkuskipa verði arðbær. Með tilkomu þessa skips hefur það á unnizt, að óttinn við kjarnorkuskip er horfinn. Eng- inn hefur t. d. mótmælt því, að „Otto Hahn“ skuli hafa legið við festar í miðri Hamborg. En þegar skipið lét þaðan úr höfn og skreið niður Saxelfi á leið til- hafs, lét skipstjóri svo um mælt, að hann myndi í hvívetna gæta ýtrustu

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.