Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 8
4 SAMTÍ«IN varúðar. Hann sagði: „Ef svo tækist til, að við sigldum á lítið skip, myndi óðara verða sagt í fréttunum: Kjarnorkuskip lendir í árekstri á Elfinni! Þá yrði gamli óttinn undir eins end- urvakinn.“ Aron Guðbrandsson: SÓLSTÖÐUR Sólstöðumorgunn sumarhlýr sveipast um laut og börðin. Daggarhjúpurinn dropaskær drýpur á þyrstan svörðinn. Léttum skrefum og liðamjúk læðist golan inn fjörðinn. Þá bregður hún blundi, jörðin. Heiðlóan vinnur að hreiðurgerð í holtinu ofan við bæinn. Æðurin liggur á eggjurn fimm á eyrinni niðri við sæinn. Sóley og fífill á sama stað minnast við morgunblæinn. Rödd Frakklands 1968 ÞEGAR franska ríkisstjórnin ákvað aö fella ekki gengi frankans í öngþveitinu seint á síðastliðnu ári, lásum við í Parísarblaði ummæli, sem hljóða nákvæmlega þannig í íslenzkri þýðingu: Það er ákaflega hættuleg hagfræði að rýia sparifé ráðdeildarfólks til þess meðal annars að hlynna að bröskurum og spákaupmönnum. Sú ráðstöfun hlýtur að skapa ugg og ótta og kemur almenningi til þess að verja afrakstri erfiðis síns, sparifénu, fremur í óþarfa og jafnvel skaðsemdir en að leggja það í banka, atvinnuvegum þjóðarinnar til nauðsynlegs framdráttar. Tárin TVÖ tár runnu út í hið ómælanlega haí tímans. Annað þeirra spurði hitt: „Hvaðan kemur þú?“ „Af auga stúlku, sem fékk ekki manninn, sem hún unni hugástum. En hvaðan kem- ur þú?“ „Úr auga þeirrar konu, sem fékk hann,“ svaraði hitt tárið. ‘ Hefnríiu E- ? Þekkti vel til hennar KAUPMANNSDÓTTIR fór á dansleik. Ekki var hún fyrr komin þangað en ung- ur maður, sem hún hafði aldrei séð áður, bauð henni upp í dans, hafði við hana alia tilburði, rétt eins og þau væru harðtrú- lofuð og sleppti ekki af henni hendinni í tvo klukkutíma. Þá gat stúlkan ekki leng- ur orða bundizt, en sagði: „Svei mér, ef þú hagar þér ekki við mig eins og þú ætlir að eiga mig, og sarnt þekkirðu mig ails ekki neitt!“ „Alveg rétt,“ anzaði pilturinn, „en ég þekki nú vel til þín, því ég vinn í bank- anum, þar sem hann pabbi þinn á inn- stæðurnar sínar.“ Sjálfsafgreiðsla ÞAÐ var í gamla daga í Vilta vestrinu í Bandaríkjunum, að maður einn var handtekinn fyrir hrossaþjófnað. Sam- kvæmt lögunum átti að hengja hann fyr- ir vikið, en það kostaði 50 dollara, og þeg- ar til átti að taka, átti þoi’pssjóðurinn ekki fyrir þessum útgjöldum. Eftir nokkr- ar umræður sagði hreppstjórinn: „Við borgum þjófnum bara 10 dali fyrii' að hengja sig sjálfur." Það var samþykkt einróma. Annars væri ég ekki hér Á FLUGMANNASKEMMTUN sagði kona nokkur við fallhlífarmann: „Jæja, maður minn, hvað oft hefur yður nu heppnazt að stökkva út úr flugvél í fall- hlíf ?“ „Alltaf, frú mín; annars væri ég nú ekki hér!“ anzaði maðurinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.