Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN jafnast á við eignir kunnra olíukónga og skipaeigenda; menn nefna jafnvel nöfn eins og Getty, Gulbenkian og Onassis í því sambandi, en líklega er það nú frem- ur lauslega áætlað. Hins vegar gyllir sól frægðarinnar milljarðaeignir Picassos, en ekki hinna auðjöfranna. Þá er það kvenhylli meistarans, sem 'orðið gæti efni í heila bók. Það mun frem- ur fátítt, að maður á níræðisaldri laði ómótstæðilega að sér tvítugt kvenfólk og auðvitað þaðan af eldra, en það gerir Pi- casso. Rúm okkar leyfir ekki upptalningu á nöfnum þeirra ágætu kvenna, sem orðiö hafa ástfangnar í meistaranum, en þessi skulu þó nefnd: Fernande Olivier, Olga Kochlova, Dora Maar, Marie-Thérése Walter, Francoise Gilot og Jacqueline Roque. — Sjálfsagt hafa sumar þessara kvenna látið heillast af frægðarljóma Picassos, en allir vita, að það, sem laðaði þær að honum, var hin ævaforna kynhvöt, sem oftast er kveikja ástarinnar milli manns og konu. Gott dæmi um kvenhylli Picassos er eft- irfarandi lýsing á fyrstu kynnum þeirra Frangoise Gilots, sem hún hefur sjálf sagt frá. Hún var 23ja ára, en hann 64ra, þegar málarinn girntist hana í vinnustofu sinni. „Hann snéri sér snögglega við,“ segir hún, „og kyssti mig beint á munn- inn. Ég leyfði honum það. Hann horfði forviða á mig. „Er þér þetta ekkert á móti skapi?“ spurði hann. „Nei — ætti mér að vera það?“ sagði ég. „Já, það er andstyggilegt,“ sagði hann. „Þú hefðir að minnsta kosti getað hrundið mér frá þér; annars gæti hvarflað að mér, að ég gæti gert allt, sem mig langar til.“ Ég brosti og lét hann sjálfráðan um það.“ PICASSO er síður en svo orðinn sadd- ur lífdaga, þvert á móti, enda er lífs- þróttur hans óbugaður, en hann er mann- fælinn og honum leiðist hinn sífelldi á- troðningur blaðamanna, auðmanna, betli- lýðs, listsnobba og bjána,sem hafa lagt hann í einelti um áratugi. Hann segir eitt- hvað á þessa leið: Fftlk er alltaf að koma til að hitta mig. Yfirleitt vill það hafa eitthvert gagn af mér, og þess vegna vil ég vera laus við það. Ég er orðinn vina- fár, því flestir vinir mínir eru dánir. Gestir mínir minna mig oft á nautabana, þeir stugga við honum gamla bola og halda, að hann muni þá gera einhverjar kúnstir. Alltaf á að neyða mig til að gera eða segja eitthvað. Enginn vill lofa mér að vera í friði. Svona hefur þetta verið i mörg ár. Því var það, að ég fluttist frá París fyrir löngu. Ég hafði þar engan frið fyrir ferðafólki, hvorki í vinnustofu minni né heima hjá mér, né hvar sem ég sást. Ég var einn af sýningargripum Pai’- ísar. Ég veit, hvernig er að vera guð. Ég bý í Notre Dame de Vie (bústaður Picass- os á fjalli einu skammt frá Cannes) eins og fangi á heimili mínu. Ég segi það satt, að ég vildi ekki óska neinum manni frægð- ar minnar — ekki einu sinni versta óvini mínum. — Ég þjáist bæði andlega og lík- amlega af þessari fangavist. Ég er lokaður inni bak við þessar stóru járnslár, bak við trén og girðinguna, um- kringdur þjónustufólki, sem hefur það starf á hendi að stugga öllu fólki frá mér. Sérhver hurð er tvílæst. Fólk ofsækir mig með myndavélum og sjónaukum. Ég er hersetinn allt árið um kring .. • Stundum verð ég að byrgja alla glugga og draga tjöldin fyrir þá um miðjan dag- inn. Fyrr á árum varð ég oft að flytjast búferlum, því ókunnugt fólk var að njósna um hagi mína. Stundum finnst mér ég vera verðlaunagripur. Þó maður eigi nóga peninga til að kaupa fyrir að heita má alla skapaða hluÞ, borða og reykja að vild — hvaða ánægja er að því, þegar maður er læstur inni? Eí

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.