Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 Hann er dáður eins og goðvera. Honum verður allt aö fé. Hátt á níræðisaldri er hann hraustur og sprækur sem ungur væri, og kvenfólkið þráir hann enn! KJARIMORKUM AÐURIIMIV Pabic picaÁM LISTMÁLARINN Picasso fæddist í Malaga á Spáni 25. okt. 1881, en hefui’ lengst af átt heima í París. Hann er einn umdeildasti listamaður þessarar aldar, en er sú höfuðkempa, að allar þær hneyksl- anir, sem hann hefur valdið, hafa orðið til þess að auglýsa frægð hans. Picasso kann allt, sem að málaralist lýtur, en hefur löngu brotizt úr viðjum hefðbundins list- náms og skapað sín eigin „skrípitröll, skjaldmeyjar og skóga hugmynda“. Með þeim hefur hann markað stefnu, sem örð- ugt hefur reynzt að átta sig á samkvæmt hefðbundnu listmati. Fjöldi yngri málara hefur fagnað þessari stefnu og borið sig að feta slóð meistarans, en beinar stæl- ingar eru hvimleiðar í öllum listgreinum. Picasso hefur manna mest hæðzt að þessu fólki, og síðan hann varð auðugri en menn viti, hefur hann ekki sparað þeim háðs- yrðin, sem keppzt hafa um að kaupa verk hans dýrum dómum. En allt þetta hef- ur aukið auð hans og frægð. Hann þarf ekki annað en draga nokkur strik á blað eða sletta lit á léreft og setja nafn sitt við, þá er óðara kominn milljónari eða fulltrúi einhvers listasafns að kaupa verk- ið. Þá glottir Picasso og segir: „Ég mála myndir handa flónum.“ Um Picasso og list hans hefur mikið verið skrifað og skrafað af misjöfnu viti vægast sagt. Sjálfur hefur maðurinn kom- izt þannig að orði: „Allir vilja skilja list. En af hverju reyna þeir ekki að skilja kvak fuglsins? Hvers vegna elskum við nóttina og blómin, allt umhverfi okkar, án þess að reyna til að skilgreina það? Aðeins þegar um list er að ræða — ekki sízt málaralist — vill fólk endilega skil- greina hana. Bara það fengi skilið, að listamaður starfar fyrst og fremst, af því að hann getur ekki annað. Bara það skildi, að hann sjálfur sem manneskja er aðeins örlítill hluti af tilverunni og skiptir ekki máli, að ekki ber að meta hann meira en svo margt annað, sem við gleðjumst af á þessari jörð, enda þótt við fáum hvorki skilið það né skýrt.“ Picasso gat sér mikinn orðstír í heims- styrjöldinni síðari fyrir viðskipti sín við hinn valdamikla sendiherra Þjóðverja í París, dr. Otto Abetz, teiknikennarann, sem skort hafði hæfileika til að verða sá listmálari, er hugur hans girntist. Samtal þeirra í vinnustofu Picassos varð heims- frægt, en verður ekki rakið hér, enda hef- ur það áður birzt á íslenzku. Sendiherr- ann fór þögull og dreyrrauður af þeim fundi. I dag er ríki Picassos víðlendara en nokkurs þjóðhöfðingja, því að það nær yfir heim allan, og auður hans er talinn

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.