Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.06.1969, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Nýjasta Parísargreiðslan urðu hjálpað mér að hemja vöxt þeirra? SVAR: Ef þú getur fengið' þér hand- snyrtingu hjá sérfræðingi, tel ég það bezt. Annars skaltu nudda naglaböndin dag- lega með sérstöku naglabandakremi og ýta þeim um leið varlega upp með nögl- inni á þumalfingrinum. Jafnframt skaltu nudda neglurnar nokkrum sinnum á dag með sítrónusneið. Þá held ég, að þetta lagist. ^ Dóttir mín er veik MÓÐIR skrifar: Dóttir mín, sem er 24 ára, þjáist af sykursýki, svo að það sér á henni, en sá galli er á, að hún er alveg ófáanleg til að leita sér lækninga við þessu. Hvað á ég að gera? SVAR: Ég hef heyrt talað um lyf, sem nefnist insulin og er notað við sykursýki. Ef dóttir þín er öldungis ófáanlega til að leita læknis, fæ ég ekki betur séð en að þú verðir sjálf að hafa tal af lækni við- víkjandi þessu. Kjörréttur mánaðarins Steikt rauðspretta með hvítlaukssósu. — Rauðspretturnar eru hreinsaðar og þurrkaðar vel. Því næst eru þær skornar í 3—4 cm breiða parta, sem velt er upp úr þeyttum eggjum og mylsnu, og síð- an brúnaðir í smjöri við vægan hita. Salt- ið er sett út í mylsnuna og ögn af karrý, ef vill. Stykkjunum er raðað á fat og skor- inni steinselju stráð yfir. Hvítlaukssósan (áætluð handa 6 manns): 7 hvítlauksrif, 1 stór soðin kar- tafla (ekki ofsoðin), 3 eggjarauður, 1 ólífuolía, salt, paprika eða safran. Merjið hvítlauksrifin í mortéli, þar til þau eru orðin að mauki. Látið kartöfluna, ekki of heita, en þurra í ásamt saltinu, og merjið þetta saman. Bætið síðan 3 eggja- rauðunum út í og hrærið þetta vel sam- an ásamt olíunni, þar til það er orðið að þykkri sósu. Kryddið hana síðan með safran eða papriku. ÞEIR örfáu áskrifendur SAMTlÐAR- INNAR, sem eiga enn ógreiddar póst- kröfur sínar fyrir árgjaldinu 1969 (kr. 195,00) eða hafa af vangá látið endur- senda þær, eru vinsamlega beðnir að greiða þær nú þegar í ábyrgðarbréfi eða póstávísun. . SAMTlÐIN. ^ MUNIÐ að tilkynna SAMTÍÐINNI undir eins bústaðaskipti til að forðast vanskil. FDRELDRAR! ÞIÐ FÁIÐ 12 MYNDIR af barninu í EINNI MYNDATÖKU. - EIN STÆKKUN INNIFALIN. FJÖLDI SKAPAR FJÖLBREYTNI. Barna- & f jölskyldu Ljósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 — SÍMI 12644

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.