Samtíðin - 01.06.1969, Side 18

Samtíðin - 01.06.1969, Side 18
14 SAMTÍÐIN „Hún er farin,“ anzaði hreingerninga- konan. „Það er búið að loka. Þið eigið að borga mér veitingarnar.“ „Hvernig stendur á því, að þið skuluö vera búin að loka?“ rymur í eiginmann- inum. „Skilurðu það ekki?“ segir kona hans. „Klukkan er orðin hálfeitt. Og þú ert líka búinn að fá meira en nóg. Nú skulum við borga og koma okkur svo heim.“ Maður hennar drattast að veitingaborð- inu, fer niður í vasa sinn og dregur upp kvolaða seðla. Konan er líka staðin upp. Hún er álút, krossleggur hendurnar á brjóstinu og bíður. Þegar maður hennar kemur aftur til hennar, tekur hún undir handlegginn á honum og leiðir hann út — stuttum, reikulum skrefum. Úti er dimmt, og gamla konan segir: „Farðu nú varlega, Einar minn, svo þú hrasir ekki. Ég er ekki orðin það sterk, að ég geti stutt þig.“ „0 — blessuð vertu hafðu engar áhyggj- ur af mér. Ég er ekki orðinn neitt óstyrk- ur í fótunum enn,“ anzar karlinn drýg- indalega. „Já, ég veit þú ert styrkari en ég,“ seg- ir hún í hálfum hljóðum, og þegar hann tekur yfir um hana, segir hún upphátt: „Ég veit meira að segja, að þú mundir vel geta bjargað þér, þó þú misstir mig . ... “ „Hvað ertu að segja, væna mín?“ tek- ur hann fram í fyrir henni. „Ævinni er að verða lokið,“ andvarpar gamla konan. „Áður en varir, er enda- dægrið komið. Það er nú það“ . .. „Gerðu mig ekki órólegan,“ segir hann blíðlega, „og elsku, vertu ekki að minnast á þetta í kvöld.“ „Ef til vill tekur Guð mig til sín á undan þér,“ segir konan. „Af hverju skyldi hann gera það?“ svarar gamli maðurinn og geispar. „Hvert gætirðu farið án mín? Ekkert! Og ég yrði líka svo einmana, ef þú færir,“ bæt- ir hann við og kyssir konuna á kinnina, umkomulaust að vísu, því að munnurinn er ekki lengur vel fallinn til þess háttar aðgerða. „Æ, vertu ekki að þessu!“ segir gamla konan og fer öll hjá sér. „Ef einhver sæi nú, að við værum með þetta kossaflens úti á miðri götu!“ „Hvað gerði það til,“ muldrar hann. „Svo veit ég ekki betur en að þetta sé .. . sé . . . dagurinn minn,“ bætir hann við. Síðan rölta gömlu hjónin þegjandi heim. að það sé nokkuð öruggur mælikvarði á menntunarskort manna, ef þeir hafa gaman af að hlusta á sjálfa sig tala. ♦ að megin vandamál meiri hluta mann- kynsins sé að verða ekki hungurmorða. ♦ að það sé siðamennska að horfa framan í dömu, sem maður er að dansa við, þó að hún sé í geysilega flegnum kjól. ♦ að góð ráð séu það, sem eldra fólk gefur unga fólkinu, af því að orðið sé um seinan fyrir það sjálft að nytfæra sér þau. ♦ að fyrst sé konan smátelpa, síðan verði hún skólastúlka, þar næst táningur, síðan ung stúlka, þar næst ung stúlka. eftir það ung stúlka — og loks amma. HAFNARFJÖR€3UR - HAFNARFJÖRÐUR SUÐURGÖTU 21 — SÍMI 51305

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.