Samtíðin - 01.06.1969, Síða 31

Samtíðin - 01.06.1969, Síða 31
SAMTÍÐLN 27 ERLEIMDAR BÆKLR GYLDENDALS-forlagið í Khöfn hefur sent okkur þessar bækur: Thomas Bredsdorff: Sære Fortællere. Ho- vedtræk af den ny danske prosakunst i tiáret omkring 1960. 2. útg. aukin, 250 bls. Höfundur þessarar bókar er fæddur 1937 og lauk kandídatsprófi í dönsku og ensku 1965. Síðan hefur hann kennt danskar bók- menntir við Hafnarháskóla, en auk þess skrifað greinar í dönsk tímarit og verið leik listar- og bókmenntagagnrýnandi við dag- blaðið Politiken síðan 1965. í þessari handhægu Uglubók GyldendaJs fjaljar Bredsdorff mjög skilmerkilega um verk 9 danskra nútímahöfunda, er vakið hafa athygli á síðustu árum, og gerir nystamleg- an samanburð á verkum þeirra, lífsviðhorfi og vinnubrögðum. Höfundarnir eru: Villy Sprensen, Sven Holm, Peter Seeberg, Klaus Rifbjerg, Leif Panduro, Ulla Ryum, Svend Age Madsen og Cecil Bpdker. Við lestur bókarinnar varð okkur einatt hugsað til þess, hversu mjög okkur vanhagar um viðlíka bók um verk ísl. nútímaskálda. sem fátt hefur verið ritað um annað en rit- dómar í blöð. Hér er lesandanum leiðbeint um völundarhús skáldverkanna, sem ýmsum yrði vísast æði villugjarnt um án leiðsögu Bredsdorffs. Bók hans er virðingarverð þjón- usta við höfundana og lesendur verka þeirra. Af henni geta gagnrýnendur auk þess lært sitthvað um skáldleg vinnubrögð, m. a. um skáldlega skynjun, myndsköpun, mál og stíl. Gyldendals Kubusbpger er bókaflokksheiti hagnýtra handbóka. Okkur bárust 9 bækur Framkvæmum fljótt og vel: SKÓ-, GÚMMI- og SKÓLATÖSKU- VIÐGERÐIR. Skóverkstæði HAFÞÓRS, GarSaslrœti 13 (inngangur úr Fischerssundi). úr flokknum. Alpin skisport eftir Calle Briant og Sigge Wall, 79 bls., er leiðarvísir í skiða- tækni handa byrjendum, m. a. miðaðar við fjalllendi Austurríkis, Sviss og Frakklands. — Cocktails og Drinks eftir Viggo Christen- sen, 91 bls., er fróðleg handbók um vín og blöndun drykkja, m. a. hentug barmönnum. Familiehunden eftir Bo Bengtson, 74 bls., er girnileg til fróðleiks því fólki, er leggur stund á hundahald. — Hjemmefremstilling af vin eftir Kjeld Erlandsen, 95 bls., fræðir fólk um fjölmargt, er lýtur að gerð og meðferð drykkja. — Jiu-jitsu og judo eftir Kenneth Gyllerström, 100 bls., skýrir frá aðferðum og tækni í hinni fornu glímu- og varnarlist Asíumanna. — Lær at smalfilme eftir Odd Tommelstad, 99 bls., fræðir um margt, er lýtur að kvikmyndatöku. — Moderne dyb- frysing eftir Britt-Marie Andersson, 89 bls., er nytsöm handbók um frystingu matvæla og meðferð þeirra. — Svpmmebassin i haven eftir Karl Dunkers, 109 bls., er um allt, sem varðar sundlaugagerð, viðhald og umhirðu lauganna. — Udenbordsmotorer eftir Hans Hermanson, 68 bls., leiðbeinir um hvaðeina, er snertir utanborðs-bátavélar. Ýmsar þessara handbóka eru samdar af útlendingum og birtast hér í þýðingu danskra sérfræðinga. Allar eru bækurnar með fjölda mynda til skilningsauka á lesmálinu, og er frágangur bókanna til fyrirmyndar. „Ertu örvhentur?“ „Já, það hefur nú hver maður sín sér- einkenni.“ „Ekki ég!“ „Jæja, hrærir þú þá í bollanum með hægri hendinni?“ „Auðvitað!“ „Þarna sér maður. Allir aðrir hræra í honum með skeið!‘ Mikið úrval af úrum og klukkum. Ennfremur úra- og klukkuviðgerðir. HERMANN JÓNSSON úrsmiður Lækjargötu 2. — Sími 19056.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.