Börnin - 01.12.1905, Blaðsíða 14

Börnin - 01.12.1905, Blaðsíða 14
14 Börnin niín, þó eklcert pláss væri autt handa Jesú í gisti- húsinui, þegar liann fæddist á jólunum, þá hefir hann þó æfin- lega autt pláss handa okkur, besta plássiö, sem hægt er fylri'r -okkur aö fá, ef við viljum koma til hans. Bænin hans Valda. Eitt kvöld segir Valdi litli við mömmu sína, þegar hann er að liátta: „Mamma, eg bað guð að láta okkur kirakkana ekki rífa'st. En hann hefir ekki gert það enn þá, því við Dísa rif- umst eins og hundar í dag.“ „Hjálpaðir þú guði til þess að gera það, Valdi minn?“ scgir mamma hans. „Iivað segirðu, mamma? Iijálpaði eg guði? Getur hann ekki gert alla hluti? Þarf eg að hjálpa honum?“ „Hann gerilr þig ekki gó/ðan, drengurinn minn, ef þú> sjálfur vilt ekki vera góður. Þegar sá vondi vill koma þér til þess að rífast, þá áttu undir eins að snúa þér til guðs og biðja hann að gefa þér kraft til þess að standast freistinguna, og svo áttu sjálfur að berjast eíns og góður hermaður á móti illa skapinu þínu. Þá gefur guð þér sigur. En hann gerir aldrei það fyrir þig, sem þú sjálfur átt að gera.“ „Ó! er það sona? Þetta hefi eg ekki hugsað um áður,“ segir Valdi. „Já, elskan mín,“ segir mamma hans, „þegar þú biður guð nm annað eins, þá átt þú æfinlega að hjálpa honum til þess að bænheyi'a þig. Þú átt að vaka og biðja og berjast á móti freistingunum." Til ganians. Einu fœrra. Á sunnudagsslcóla nokkurn kom einu sinni piltur, sem var óheyri'lega fáfróður um alla hluti í biblíunni sinni. Svör hans voru svo fjarri öllu viti, að ómögulegt var annað en að brosa að þeim, þjó kennarinn hans fyndi til þess, hvað raunalegt væri að hugsa til þess, að hann skyldi ekki hafa fengið meiri kristilega uppfræðslu. Einn sunnudag er liann spurður að því, hvað mörg boðorðin sé.

x

Börnin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börnin
https://timarit.is/publication/650

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.