Póst- og símatíðindi - 01.09.1956, Side 2
2
lit, að verðgildi kr. 2.30. Merkið sýnir yfirlitsmynd af íslandi með merki símans og
áprentuðum ártölunum 1906, 1956. Merki þelta gildir til lúkningar á öllum póst-
gjöldum frá útgáfudegi til og með 31. desember 1957.
III.
Hinn 30. október 1956, sem er dagur Norðurlanda, hafa póststjórnir þessara
fimin landa ákveðið að gefa út sérstök frimerki með sameiginlegri mynd til þess
að sýna frændsemi þeirra og mikilvæga samvinnu á ýmsum sviðum.
Myndin á frímerkjunum er fimm svanir á flugi og á rætur sínar að rekja til
kvæðis Hans Hartvig Seedorff Petersens „Svanerne fra Norden“ (Svanirnir úr
norðri).
Myndin er gerð af teiknaranum Viggo Bang og stungin af frímerkjaleturgraf-
aranum Sven Ewert. ÖIl eru frímerkin prentuð i sömu prenlsmiðju.
Merki hvers lands verða í 2 verðgildum, annað svarar til burðargjaldsins undir
einfall bréf innanlands og hitt til bur-ðargjalds undir einfalt bréf til útlanda. Finnsku
merkin svara þó annað til burðargjalds undir bréfspjald, en hitt til burðargjalds undir
einfalt bréf. Litirnir eru rautt hið fyrra, blátt hið seinna. Stærð merkjanna er 27.25 mm
(breidd) og 20.5 mm (hæð).
IV.
í októbermánuði næstkomandi fer fram hin árlega talning póstsendinga, dagana
1.—28. Eyðublað undir talningu hafa verið send út til þeirra póstafgreiðslumanna,
sem um þau hafa beðið.
Þess er fastlega vænzt, að talningin verði samvizkulega af hendi leyst og að
póstafgreiðslumenn fylgist með talningu bréfhirðinganna í umdæmi sínu og aðstoði,
ef ineð þarf.
Talningaskýrslurnar ber að senda Póstmálaskrifstofunni þegar að talningu lok-
irini, en ársskýrslur sendist í síðasta lagi um mánaðamótin janúar—febrúar.
V.
Að gefnu tilefni eru póstafgreiðendur beðnir að sýna sérstaka árvekni, er þeir
telja í peningabréfum og búa um þau til sendingar.
Póslmaður má ekki telja í peningabréfi, nema sendandi eða umboðsmaður hans
sé viðstaddur og fylgist með talningunni. Þegar póstmaður liefur talið, skal send-
andi sjálfur i viðurvist hans búa um bréfið og loka þvi. Þar næst skal sendandi inn-
sigla bréfið með eins mörgum innsiglum og lögun þess krefst, en póstmaður setur
síðan innsigli pósthússins á það. Af innsiglum á bréfum skulu jafnan tvö vera póst-
innsigli. Að þessu búnu vigtar póstmaður bréfið og ritar vigtina nákvæmlega í
grömmum á framhlið bréfsins og sömuleiðis athugasemdina „Talið“ og nafn póst-
manns skammstafað neðanundir.
Innsigli sendanda verða að vera öll eins og nota verður regluleg signet, en ekki
hnappa, peninga eða þvíumlíkt. Póstafgreiðendur mega aldrei lána innsigli póst-
hússins lil þess að innsigla með póstsendingar og heldur ekki er þeim heimilt að
geyma innsigli sendanda, þótt hann biðji um það.
VI.
Hinn 1. júlí 1956 gaf Póst- og símamálastjórnin út Leiðarvísi fyrir bréfbera í
Reykjavík. Leiðarvísir þessi er fjölritaður og geta þau pósthús, sem annast útburð
póstsendinga, fengið eintak, ef þau óska.