Póst- og símatíðindi - 01.09.1956, Side 5
5
y0 1956. UmburSarbréf nr. 24.
— Umdæmisstöðvarnar og 3. flokks stöðvar í R-umdæmi. —
Frá og með 1. maí 1956 og þar til öðruvísi verður ákveðið er 35-aura gjald af
útförnum viðtalsbilum og símskeytum á 3. flokks stöðvum kr. 2.25 að meðtöldum
uppbótum.
Tilkynnið eftir þörfum.
% 1956. Umburðarbréf nr. 25.
— Til allra póst- og sfmastöðva. —
Á þessum degi, er ég tek við embætti póst- og símamálastjóra, sendi ég öllum
starfsmönnum pósts og síma beztu lcveðju með einlægri óslc um, að við megum með
góðu samstarfi vinna ötullega að eflingu póst- og símaþjónustunnar í landinu og
finna ánægju í starfi okkar.
% 1956. Umburðarbréf nr. 26.
— Umdæmisstöðvarnar og Vm. —
Frá og með 1. júní 1956 er 3. flokks landssímastöðin að Gröf i Óspakseyrar-
hreppi í Strandasýslu flutt að ÓSPAKSEYRI í sama hreppi, og eru talsímagjöldin
þaðan liin sömu og voru frá Gröf. Einkennisstafir stöðvarinnar eru ÓSP.
Tilkynnið eftir þörfum.
1956. Umburðarbréf nr. 27.
— Umdæmisstöðvarnar og Vm. —
Samkvæmt ósk Ríkisútvarpsins hefur landssíminn tekið að sér að útvega at-
kvæðatölur úr öllum kjördæmum landsins við í hönd farandi kosningar. Þér eruð
því heðnir að gera í tæka tíð nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að atkvæðatölurnar
verði simaðar beint til stöðvar yðar jafnskjótt og kjörstjórnirnar tilkynna þær, sem
væntanlega verður á 30 mínútna fresti, og talsíma þær síðan tafarlaust til langlínu-
miðstöðvarinnar i Reykjavík. Sérstök áherzla er lögð á, að afgreiðsla þessi gangi
greiðlega og tryggilega fyrir sig. Hver atkvæðatilkynning verður reiknuð sem venju-
legt hraðsamtal (1 viðtalsbil) útfarið frá Reykjavík. Þess skal getið, að Ríkisútvarpið
hefur beðið fréttamenn sína að aðstoða yður eftir þörfum. Þér eruð beðinn að til-
kynna þetta þeim, sem hlut eiga að máli í umdæmi yðar.
13/<s 1956. Umburðarbréf nr. 28.
— Umdæmisstöðvarnar og Vm. —
Hinn 1. febrúar 1956 var landssímastöðin Meiritunga gerð að 1. flokks B-stöð.
2% 1956. Umburðarbréf nr. 29.
— Umdæmisstöðvarnar og Vm. —
Góðfúslega sjáið um, að talsímaþjónustan á öllum 1. flokks B og 2. flokks stöðv-
um verði opin sunnudaginn 24. júní 1956 á tímabilinu frá kl. 1000 til kl. 2200.
2% 1956. Umburðarbréf nr. 30.
— Umdæmisstöðvarnar, Vm og Hf. —
Landssimastöðvarnar Geysir og Hallormsstaður eru 2. flokks stöðvar á timabilinu
15. júní til 15. september.
Tilkynnið eftir þörfum.