Póst- og símatíðindi - 01.09.1956, Side 3
3
VII.
Á skrá yfir blöö og tímarit, sem flutt eru samkvæmt 1. gr. h. póstlaganna, skal
bæta við þessu blaði:
Nafn blaðsins: Viðtökustaður: Ábijrgðarm. gagnv. póststj.:
Tónlistarblaðið .............Reykjavílc .........Gunnar Egilsson.
VIII.
Þessi umburðarbréf hafa verið gefin út:
% 1956. Umburðarbréf nr. 13.
— Til allra stöðva. —
Gunnlaugur Briem yfirverkfræðingur hefur verið settur til þess að gegna starfi
póst- og símamlastjóra frá 1. april til 31. maí n. k., en skipaður póst- og símamála-
stjóri frá 1. júní n. k.
% 1956. Umburðarbréf nr. 14.
— Umdæmisstöðvarnar og Vm. —
Þjónustutími símstöðvarinnar í Ólafsfirði hefur verið lengdur þannig, að alla
virka daga er símstöðin opin frá lcl. 8.30 til 22.00.
Tilkynnið eftir þörfum.
2% 1956. Umburðarbréf nr. 15.
— Umdæmisstöðvarnar og Vm. —
Eftirlitsstöðvarnar að Hvítanesi í Ögurhreppi, Norður-Isafjarðarsýslu, svo og
að Hala í Borgarhafnarhreppi, Austur-Skaftafellssýslu, hafa verið gerðar að 3. flokks
landssímastöðvum frá og með 1. janúar 1956 að telja.
l’ilkynnið eftir þörfum.
2% 1956. Umburðarbréf nr. 16.
— Umdæinisstöðvarnar, Hf og Vm. —
Frá 1. maí 1956 verður símstöðin á Sauðárkróki opin kl. 0830 til 2200 á virkum
dögum, en óbreyttur þjónustutími á helgum dögum.
Tilkynnið eftir þörfum.
% 1956. Umburðarbréf nr. 17.
— Umdæmisstöðvarnar, Hf og Vm. —
Frá 15. maí 1956 verður símstöðin í Bolungavík opin kl. 0800 til 2200 á virkum
dögum, en þjónustutíminn er óbreyttur á helgum dögum.
Tilkynnið eftir þörfum.
% 1956. Umburðarbréf nr. 18.
— Umdæmisstöðvarnar og Vm. —
Með bréfi dags. 2. maí 1956 tilkynnir fjármálaráðuneytið, að með hliðsjón af
þeim samningum, sem gerðir voru á s. 1. ári milli verkalýðsfélaganna og vinnuveit-
enda um orlof, liefur ríkisstjórnin ákveðið, að orlof þeirra, sem nú eiga rétt á 15
dögum virlcum, skuli vera 18 dagar virkir, og þeirra, sem nú hafa 18 virka daga,
skuli vera 21 virkur dagur. Orlof annarra verði óbreytt. Til frekari skýringa vísast
til bréfs póst- og símamálastjórnarinnar, dags. 24. júní 1954, um orlof starfsmanna.
Tilkynnið eftir þörfum.