Póst- og símatíðindi - 01.09.1956, Side 4

Póst- og símatíðindi - 01.09.1956, Side 4
4 % 1956. Umburðarbréf nr. 19. — Umdæmisstöðvarnar, Hf og Vm. — Með tilvísun til laga nr. 30 1941, um fjarskipti, er öllum öðrum en landssímanum óheimilt að auglýsa viðtöku á skeytum til afgreiðslu í gegnum talsíma, þar með talin fermingarskeyti og önnur tækifærisskeyti. Eruð þér góðfúslega beðnir að sjá um, að þessum ákvæðum sé fylgt í umdæmi yðar. Tilkynnið eftir þörfum. x% 1956. Umburðarbréf nr. 20. — Umdæmisstöðvarnar, Hf og Vm. — í framhaldi af umburðarbréfi nr. 19, dags. 9. maí 1956, vill póst- og síinamála- stjórnin taka fram, að sjálfsagt er, að simstjórar bendi hlutaðeigendum á, að ekki sé heimilt að auglýsa viðtöku á skeytum til afgreiðslu í gegnum talsíma. Vilji þeir hins vegar ekki hætta við þessa misnotkun, má loka þeim símum þann dag, sem þeir hafa verið auglýstir í þessu skyni. Símstöðvunum er ekki heiinilt að veita viðtöku útvarpsskeytum, þar sem auglýst er ólögmæt afgreiðsla á skeytum gegnum talsíma. Kærur til yfirvalda skal ekki senda nema í samráði við póst- og símamálastjórnina. 2% 1956. Umburðarbréf nr. 21. — Umdæmisstöðvarnar, Hf og Vm. — Frá og með 1. júní 1956 verða símstöðvarnar Grafarnes og Sandur 1. flokks B- slöðvar allt árið. Tilkynnið eftir þörfum. 2% 1956. Umburðarbréf nr. 22. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Á meðan sildveiðar standa yfir í sumar mun Fiskifélag íslands safna og birta skýrslur um afla síldveiðiskipa. Sendendur slíkra skeyta verða eingöngu starfandi síldarverksmiðjur í landinu, frystihús, sem taka síld til frystingar, svo og síldar- útvegsnefnd, og mega þessir aðilar í þvi skyni á þessu sumri senda Fiskifélagi íslands í Reykjavik skeyti um afla síldveiðiskipanna án fyrirfraingreiðslu, en stöðvarstjór- unum her að senda umdæmisstjórunum reikninga eða kvittanir fyrir þessi skeyti sem peninga upp í tekjur stöðvanna, en umdæmisstjórarnir senda þá síðan aðalskrif- slofu landssímans í Reykjavík, sem innheimtir unirædd skeytagjöld hjá skrifstofu Fiskifélags íslands í Reykjavík. Gjaldið fyrir þessi skeyli er þetta: Berist skeytið simstöð á virkum dögum, er gjaldið hálft venjulegt símskeytagjald eða 30 aurar fyrir orðið, en berist það símstöð á óvirkum degi eða laugardegi eftir kl. 1900, ber að reikna venjulegt siinskeytagjald eða 60 aura fyrir orðið. Nafnkveðjan í þessuin skeytum verður ÆGIR FISKIFÉLAGIÐ REYKJAVÍK. Tilkynnið eftir þörfum. 8% 1956. Umburðarbréf nr. 23. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Landssímastöðin Grafarholt í Mosfellshreppi, Kjósarsýslu, var lögð niður frá og með 18. maí 1956. Frá sama tima er síminn þar tengdur sem númer frá innan- hússtöðinni í tilraunastöð Háskólans að Keldum, en hún stendur í sambandi við sjálfvirku stöðina i Reykjavík. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.