Póst- og símatíðindi - 01.09.1956, Side 7
7
3% 1956. Umburðarbréf nr. 37.
— Umdæmisstöðvarnar, Vm og allar 1. fl. B og 2. fl. stöðvar. —
Athygli skal vakin á því, að vísitala á laun fyrir mánuðina september, olctóber,
nóvember og desember 1956 hefur verið ákveðin 78 — sjötiu og átta — prósent.
Tilkynnið eftir þörfum.
% 1956. Umburðarbréf nr. 38.
— Umdæmisstöðvarnar og 3. flokks stöðvar í R-umdæmi. —
Ákveðið er, að 130-aura gjald af útförnum viðtalsbilum og símskeytum á 3. flokks
slöðvum verði áfram og þar til öðruvísi verður ákveðið 230 aurar að meðtöldum
uppbótum.
Tilkynnið eftir þörfum.
Wí> 1956. Umburðarbréf nr. 39.
— Umdæmisstöðvarnar og Vm. —
Frá og með 19. sept. 1956 er landssímastöðin að Stóru-Giljá í Torfalækjar-
hreppi í Austur-Hiinavatnssýslu lögð niður. Frá sama tíma er þar notendasími frá
Blönduósi, en Þingeyrarbúið notandi frá Hnausum.
Tilkynnið eftir þörfum.
2% 1956. Umburðarbréf nr. 40.
— Til allra stöðva. —
Á 50 ára afmæli landssímans sendi ég starfsfólkinu alúðarkveðju og innilegar
þakkir fyrir vel unnin störf og ágæta samvinnu. Sá sameiningar- og fjölskylduandi,
sem ríkir rneðal símafólksins, á sér sennilega engan líka. Það sker sig úr í stundvísi,
árvekni og skyldurækni, og það skilur þýðingu þjónustustarfsins fyrir þjóðina, og
vokur í starfi sínu velvild til stofnunarinnar. Við skulum vona að þessi andi megi
eflast, og að við getum ávallt í góðu samstarfi unnið að vaxandi viðgangi símans í
landinu.
Gunnlaugur Briem.
2% 1956. Umburðarbréf nr. 41.
— Til allra stöðva. —
í tilefni af 50 ára afmæli Landssíma íslands þann 29. september 1956 hefur
verið ákveðið að þennan dag verði þjónustutími simstöðvanna eins og daginn fyrir
stórhálíðar.
G. Briem. ___________________
Magnús Jochumsson.
Gutenberg.