Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Page 1
380.*>
Jo'-s
Póst- og símatíðindi
Gefin úl af P ó * t - og símamálastjórninni
Nr. 1—4. Janúar—apríl 1959.
I.esist þegar vi8 móttökul
Efni:
I.esist þefjnr viO móttökul
A. I. Nýr alþjóðapóstsamningur. II. Póst- og simasignetin. III. Reglugerð um launakjör. IV.
Nýr flugtaxti. V. Ný frímerki. VI. Blöð og timarit. VII. Skipun starfsmanna. VIII. Möppur
fyrir Póst- og símatiðindi. IX. Umburðarbréf.
A.
I.
Nýr alþjóðapóstsamningur.
Hinn 1. apríl 1959 gengu alþjóðapóstsamningar, sem samþylrktir voru á alþjóða-
póstþinginu i Ottawa 3. okt. 1957, í gildi. ísland er aðili að 6 þessara samninga, sem
hafa verið þýddir og sendir póstlnisunum, og er þess vænzt, að póstmenn kynni sér
þá eftir föngum, einkum starfsreglugerðirnar, sem i öllum tilfellum leysa úr því,
kvernig póstsendingar skuli meðfarnar í vörzlum póstsins og hvernig þær skuli
útbúnar o. s. frv.
Hér á eftir verður nokkuð vikið að helztu breytingum frá gömlu samningunum,
og eiga tölurnar i svigum við greinatölur hinna fyrri samninga
AlhjóOapóstsamninqurinn.
40. g. (38) ’
Tekið er fram, að frígengi póstsendinga fyrir blinda, upphleypt letur og blindra-
bréf, sem skulu afhendast opin, nái til allra taxta, burðargjalds og allra annarra
gjalda, sem talin eru i greininni.
49. g. (48)
A þessari grein hafa verið gerðar meginbreytingar. Burðargjöldin voru hækkuð
*im 25%. Þar sem ísland notaði til fullnustu 60% hækkun frá grunntöxtum samkv.
keimild i Brysselsamningnum, liefur ekki þótt ástæða til þess að breyta burðar-
gjaldinu. Þá er einnig sett lágmarksstærð á bréfapóstsendingar í ströngum, sem
ekki var áður,.
49. g. (48)
Ákvæði um bréfasendingar.
Liffræðileg auðskemmd efni, sem umbiiin eru samkvæmt 2. lið a) og b) 130.
greinar starfsreglugerðarinnar, má senda gegn almennu bréfaburðargjaldi milli
opinberlega viðurkenndra rannsóknarstofnana til landa, sem leyfa slikt. Upplýs-
mgar um þetta munu fást síðar hjá póststjórninni.
Lágmarksgjald fyrir sýnishorn af vörum, sem ekkert hefur verið hingað til, er
ni’] 25 sentimar eða sama hér og burðargjald undir bréf. Þó er gefin undanþága
frá þessu og mega löndin taka 10 sentima, þau sem þess óska.
LANDSBÓKASAFN
2 2 5 7 B 4
■i‘ ÍSLANDS