Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Blaðsíða 7

Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Blaðsíða 7
7 % 1959. Umburðarbréf nr. 2. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Frá og með 1. janúar 1959 að telja skal hætta að innheimta símskeytakvittana- gjald, sem verið hefur 10 aurar fyrir hverja kvittun. Símstöðvarstjórunum verður bætt þetta upp með hækkaðri aukaþóknun. Tilkynnið eftir þörfum. % 1959. Umburðarbréf nr. 3. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að simstöðvunum er óheimilt að reikna sér verðlagsuppbót á boðsendingargjaldið. Tilkynnið eftir þörfum. 2% 1959. Umburðarbréf nr. 4. — Til allra 1. fl. B og 2. fl. símastöðva. — Kaupgjaldsvisitalan fyrir desember 1958 og janúar 1959 var 102 prósent, en fyrir febrúar 1959 75 prósent. 2% 1959. Umburðarbréf nr. 5. — Umdæmisstöðvarnar og 3. fl. stöðvar i R-umdæmi. — Frá og með 1. febr. 1959 og þar til öðruvísi verður ákveðið er gjald af útförnum viðtalsbilum og simskeytum á 3. fl. stöðvum kr. 2.65 að meðtöldum uppbótum. Tilkynnið eftir þörfum. 2% 1959. Umburðarbréf nr. 6. — Umdæmisstjórinn Stm, Is, H, Sg, A, Sf. — Frá 1. marz 1959 skal verðlagsuppbót samkvæmt kaupgreiðsluvísitölu 175 stig lögð við grunnupphæðir launa og telst hvort tveggja grunnlaun. 2% 1959. Umburðarbréf nr. 7. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Aðfaranótt sunnudagsins 5. april næstkomandi kl. 0100 færist klukkan fram um e>na klukkustund og verður 0200. Tilkynnið eftir þörfum. % 1959. Umburðarbréf nr. 8. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Staða stöðvarstjóra við póst- og simastöðina á Fáskrúðsfirði er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt reglugerð — nú hliðstætt X. fl. launalaganna. Umsóknir sendist póst- og símamálastjórninni eigi siðar en 17. april 1959. Tilkynnið eftir þörfum. % 1959. Umburðarbréf nr. 9. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Frá og með 4. apríl 1959 er landssímastöðin að Straumi i Garðahreppi i Gull- hringusýslu lögð niður. Tilkynnið eftir þörfum.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.