Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Blaðsíða 5

Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Blaðsíða 5
5 2. Seðlar frá Islandi. Þegar sendandi sendingar héðan til útlanda óskar að senda gjaldfrjálsa send- ingu, bréf eða böggul, ber að fara að eins og hér segir: a) Ef pósthúsið telur þörf á, getur það heimtað að sendandi setji veð fyrir þeim gjöldum, sem greiða á fyrir hann. b) Pósthúsið fyllir út framhliðina á hlutanum A: 1. Orðið „Islande" í eyðuna undir Administration des postes. 2. Síðan tegund sendingar lettre o. s. frv., nr. ef um skrásetningu eða ábyrgð er að ræða og dagsetningu (d.......), síðan upphæðina í frönkum, ef um verðsend- ingu er að ræða, þar næst nafn og heimili sendanda, og síðan viðtakanda sending- arinnar, götunafn og númer og síðast ákvörðunarstað og ákvörðunarland. Undir orðunum „Signature de l’expéditeur“ skrifar sendandi nafn sitt. 3. Pósthúsið færir síðan sitt nafn í eyðuna neðst, festir síðan seðlinum vel við sendinguna. Þegar það svo fær hlutann A lil baka, innheimtir það gjaldið hjá sendanda sendingarinnar og um leið og hann greiðir fyllir það út afklippinginn á eyðublaðinu og afhendir hann sendanda sem kvittun. Sjálfur fylgir seðillinn mánaðarreikningi sem fylgiskjal við tekjulið „Tollfrankoseðlar“. II. Póst- og símasignetin. Eftirtaldar póststöðvar féllu niður, er skráin um signetsnúmer póst- og síma- stöðva, sem birtist í Póst- og simatíðindum nr. 10—12 1958, var tekin sarnan: Signetnúmer Fjörður ...................... 480 Reykhólar .................... 481 Vallartún..................... 482 Valþjófsstaður ............... 483 Vigur ........................ 484 Þetta eru hlutaðeigendur beðnir að athuga. III. Reglugerð um launakjör. Ný reglugerð um launakjör á símstöðvum og póstafgreiðslum, sem gildir frá 1- janúar 1959, hefur verið send öllum póst- og símstöðvum og fellur þá jafnframt úr gildi reglugerð um sama efni frá 24. maí 1956. IV. Nýr flugtaxti. Ný gjaldskrá fyrir flugpóst hefur verið útbúin og gildir hún frá 1. apríl 1959. V. Ný frímerki. Hinn 5. maí 1959 verða gefin út tvö ný frímerki í tilefni þess, að þann dag eru 200 ár liðin frá því Jón Þorkelsson Skálholtsrektor lézt. Verðgildi þeirra er kr. 2.00 grænt (upplag 500 000) og kr. 3.00 rauðbrúnt (upp- <ag 400 000). Bæði þessi frímerki gilda til 31. desember 1960.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.