Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Blaðsíða 4

Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Blaðsíða 4
4 118. g. (118) Á böggla, sem sendandi hefur merkt að væru brothættir, er skylda að líma á merkimiða; rautt glas á hvítum grunni. Vilji sendandi ekki greiða viðbótargjaldið, skal strika yfir allar upplýsingar á bögglinum um að hann sé brothættur. 119. g. (119) Á rúmfrekan böggul svo og á framhlið fylgibréfs hans skal líina sérstakan miða með orðinu „Encombrant“. 122. g. (122) Á móttökukvittun, sem senda á flugleiðis til baka, skal líma flugmiða eða stimpla með „par avion“. 126. g. (125) Við þessa grein um áframsendingu böggla hafa verið gerðar nokkrar minni háttar breytingar um reikningsskil milli póststjórnanna og fleira. Frankoseðlar. Nokkur breyting er gerð á tollfrankoseðlinum frá því, sein áður var, og af- greiðslu hans. Tollfrankoseðillinn (í alþjóðapóstsamn. eyðubl. G 3, í póstbögglasamn. eyðubl. CP 4) er nú tvöfaldur A og B hluti og fyllast þeir út í einu með kalkipappír á milli. 1 Seðlar til íslands. Þegar seðill kemur frá útlöndum, fyllir pósthúsið, sem fær hann, út hlutana A og B (með kalkipappír á milli) eins og eyðublaðið segir til: a) Sundurliðun á gjöldum: 1) Þóknun (droit de commission). 2) Tollgjald (droits de douane). 3) Tollmeðferð (droit de douanement). 4) Önnur gjöld (autres frais). 5) Samtals (Total). b) Gjöld greidd samtals: 1) Með aröbskum tölum á þéttstrikuðu línurnar og i mynt ákvörðunarlands sendingarinnar (íslenzkri mynt). 2) Dags. greiðslu (date de l’avance). 3) Númer seðils (No. du registre). 4) Nafn pósthúss, sem greiðir (Bureau qui a fait I’avance). c) Þjónustuupplýsingar: 1) Stimpill pósthússins, sem greiðir. 2) Nafn starfsmanns, sem útbýr seðilinn Upplýsingar eru nú um leið komnar á hlutann B, af því notaður er kalkipappír, og þarf því ekki að færa þær að nýju. Pósthúsið rífur nú hlutann B frá og sendir hlutann A í lokuðu umslagi til þess pósthúss, sem tilgreint er neðst á framhliðinni. Hlutann B sendir pósthúsið sem fylgiskjal við gjaldaliðinn „Tollfrankoseðlar" með mánaðarreikningi til Póstmála- skrifstofunnar. Eyðublað CP 4 er að öllu leyti eins nema þar er tekið fram númer og þyngd böggulsins. Afgreiðsla þess fer fram á sama hátt og nr. C 3.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.