Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Síða 2

Póst- og símatíðindi - 01.04.1959, Síða 2
2 56. g. (55) Svarmerkjaverðið er hækkað úr 32 sentimum i 40, lágmark. 57. g. (56) Við þessa grein er bætt ákvæði um að hraðboðaflutningur á hlutanum „Réponse" af bréfspjaldi með fyrirfram borguðu svari, fæst ekki nema sá greiði, sem sendir svar til baka. 58. g. (57) Sendandi, sem biður um afturköllun á sendingu eða breytingu á utanáskrift, getur sent slíka beiðni flugleiðis eða símleiðis, enda greiði hann fluggjald og sim- skeytagjald. 67. g. (66) Frestur til þess að senda fyrirspurnir er nú styttur úr 2 árum i 18 mánuði að telja frá þeim degi, er sendingu var skilað til flutnings. Fyrirspurnir skal ávallt senda fljótustu leiðir (flugleiðis eða yfirborðsleið) án aukagjalds. 83. g. (82) Reglurnar um skipti á póstflutningi við herskip gilda nú hliðstætt um her- flugvélar. Lokabókun alþjóðapóstsamningsins. VI. gr. Engu landi er skylt að senda eða afhenda viðtakendum sendingar, sem send- endur búsettir i landinu skila til flutnings utanlands til þess að komast hjá hærra burðargjaldi í sinu eigin landi. StarfsrcglugerÖ alþjóðapóstsamningsins. 121. g. (119) Geymslufrestur skjala er nú 18 mánuðir í stað tveggja ára áður. Þó skulu skjöl um deilumál geymd þar til máli er lokið. ' 122. g. (120) Áritun símskeyta milli póststjórna skal vera: Postgen milli póststjórnanna sjálfra; Postbur á simskeytinu til pósthúsa, og Postex til pósthúsa, sem eru viðskiptapósthús, en þó ekki aðalpósthús hvers staðar. 136. g. (133) Á prent og sýnishorn af vörum má nú bæta við telexnúmeri ásamt nafni tengi- stöðvar og einkennismerki. 155. g. (153) Bréfapóstsendingar til þriðja aðila, sem sendar eru ræðismanni til fyrirgreiðslu og af honum skilað aftur á pósthúsið, skal fara ineð sem óskilasendingar og undir engum kringumstæðum sem sendingar settar á póst að nýju. Sama gildir um send- ingar með áritun á gistihús eða einkagistihús, þegar þeim er skilað aftur á pósthús, vegna þess að viðtakendur eru farnir. 169. g. (166) Bréfapóstsendingar, sem sendar eru í opinni transit að einhverju ráði, skulu knippaðar i búnt eftir ákvörðunarlöndum og merkjast þannig. j

x

Póst- og símatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.