Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 3

Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 3
3 2. Með þeim fyrirvara, er að neðan greinir, gilda reglurnar um póstávísanavið- skipti milli beggja póststjórnanna um póstkröfuávísanir. V. Tilgreining póstkröfimpphæðar. 1. Póstkröfubögglar og tilheyrandi fylgibréf, ef þau eru notuð, skulu bera, sömu megin og utanáskriftin er, áletrunina „Remboursement“ eða „C.O.D.“, greini- lega handskrifaða eða prentaða, og á eftir póstkröfupphæðina, skrifaða fullum latneskum stöfum og arabiskum tölum án útstrikana eða leiðréttinga, jafnvel þótt staðfestar séu. Póstkröfuupphæðina má hvorki letra með blýanti né blelc- blýanti. 2. Sendandi skal að auki rita nafn sitt og utanáskrift sína utanáskriftarmegin á böggulinn og framan á fylgibréfið, ef það er notað. VI. Póstkröfumerkimiði. Póstkröfubögglar og tilheyrandi fylgibréf, ef þau eru notuð, skulu bera appelsínugulan merkimiða utanáskriftarmegin. VII. Póstkröfuávísun. 1. Sérhverjum póstkröfuböggli skal fylgja eyðublað fyrir póstkröfuávísun. Þetta eyðublað á að festa við fylgibréfið, ef það er notað, og á því skal tilgreind upp- hæð kröfunnar í mynt upprunalandsins og að öllum jafnaði er sendandi bögguls- ins tilgreindur sem viðtakandi ávísunarinnar. 2. Afklippingur ávísunarinnar skal sýna nafn og utanáskrift viðtakanda böggulsins ásamt stað og degi, sem látið er í póst á. Inníærslur með blýanti eða blekblýanti eru ekki leyfðar á póstkröfuávísunareyðublöð. 3. Hvor póststjórn um sig getur látið stíla póstkröfuávísanir tilheyrandi bögglum upprunnum í þjónustu sinni, hvort sem vill lil upprunapósthúss böggulsins eða annars pósthúss. VIII. Mgntbreyting póstkröfuupphæðarinnar. Nema öðruvísi sé um samið, skal póstkröfuupphæðunum brevtt í mynt ákvörð- unarlandsins af póststjórn þess lands, og skal hún nota til þess gengið, sem hún notar til myntbreytingar póstávísana stílaðra á upprunaland bögglanna. IX. Ósamræmi. 1. Ef um ósamræmi er að ræða milli tilgreiningar upphæðarinnar á bögglinum, á póstkröfuávísuninni og á fylgibréfinu, skal innheimta hjá viðtakanda upp- hæðina, sem stendur á póstlcröfuávísuninni. Ef viðlakandi neitar að greiða þessa upphæð, slcal fara með böggulinn eins og ekki sé hægt að afhenda hann í sam- ræmi við viðkomandi fyrirmæli alþjóðapóstbögglasamningsins. 2. Ef viðtakandi æskir, skal þegar í stað senda fyrirspurn, loftleiðis, ef hægt er, til sendipóststjórnarinnar, sem slcal svara eins fljótt og mögulegt er og loft- leiðis hvenær sem það er mögulegt; tilkynnir hún nákvæma upphæð póstkröf- unnar og sendir, ef nauðsynlegt er, nýja póstkröfuávísun. X. Breyting á upphæð póstkröfu. I- Uppliæð póstkröfu iná ekki breyta eftir póstun. 2. Beiðni á niðurfellingu eða lækkun á póstkröfuupphæð, sem hvílir á böggli, skal, eftir að sannreynt hefur verið, að rétt sé, send ákvörðunarpóststjórn bögguls-

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.