Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 8

Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 8
8 daga, skal vera þar til annað verður ákveðið tveir þriðju af flutningsgjaldi, ef um ílutning milli húsa er að ræða, en samkvæmt reikningi, ef um flutning innanhúss er að ræða. Tilkynnið eftir þörfum. , 10/<s 1959. Umburðarbréf nr. 17. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Frá og með 1. júní 1959 skal greiða símaafgreiðslufólki helgidagakaup fyrir vinnu þá, sem unnin er á aukahelgidegi, í stað þess að veita frí fyrir aukahelgidaga. Tilkynnið 1. fl. B.-stöðvum í umdæmi yðar. 2% 1959. Umburðarbréf nr. 18. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — í dag er opnuð 3. fl. landssímastöð að Hlíðardalsskóla i Ölfushreppi. Skamm- stöfun: HLD. Umdæmisstöð: Reykjavík. Talsímagjöld: HLD til HVER, HLD til ÞO og HLD til TBÆ skv. 1. gjaldflokk (nú kr. 6.00), að öðru leyti eru talsímagjöldin þau sömu og frá Þorlákshöfn. Tilkynnið eftir þörfum. 2% 1959. Umburðarbréf nr. 19. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Samkvæmt ósk Ríkisútvarpsins hefur Landssiminn tekið að sér að útvega atkvæðatölur úr öllum kjördæmum landsins við í hönd farandi kosningar. Þér eruð því beðinn að gera í tæka tið nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að atkvæða- tölurnar verði símaðar beint til stöðvar yðar jafnskjótt og kjörstjórnirnar til- kynna þær, sem væntanlega verður á 30 mínútna fresti, og talsíma þær síðan tafar- laust til langlínumiðstöðvarinnar í Reykjavík. Sérstök áherzla er lögð á, að af- greiðsla þessi gangi greiðlega og tryggilega fyrir sig. Hver atkvæðatilkynning verður reiknuð sem venjulegt hraðsamtal (1 viðtalsbil) útfarið írá Reykjavík. Þess skal getið, að Ríkisútvarpið hefur beðið fréttamenn sína að aðstoða yður eftir þörfum. Þér eruð beðinn að tilkynna þetta þeim, sem hlut eiga að máli i umdæmi yðar. 2% 1959. Umburðarbréf nr. 20. — Umdæmisstöðvarnar og Vm. — Góðfúslega sjáið um, að talsímaþjónustan á öllum 1. flokks B. og 2. flokks stöðvum verði opin sunnudaginn 28. júní 1959 á timabilinu frá kl. 1000 til kl. 2200. Póst- og símamálastjóri. G. Briem. Aðalsteinn Norberg. Rafn Júliusson. Gutenberg.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.