Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 1

Póst- og símatíðindi - 01.06.1959, Blaðsíða 1
Pósl- og símatíðindi Gefin út a f Póst- o g límamálastjórninni Nr. 5—7. Maí—júní 1959. Lesist þegar viB móttökul Efni: Lesist þepfar vifí móttöku' A. I. Samningur um samtök póst- og simamálastjórna Evrópu. II. Norræn póstmálaráðstefna. III. Póstbögglaviðskipti við Stóra-Bretland. IV. Brezkir póstpokar. V. Starfskjör starfsfólks á 1. fl. B.-stöðvum. VI. Nýtt signet. VII. Blöð og tímarit. VIII. Bréfhirðingar lagðar niður. IX. Um- burðarbréf. I. Samningur um samtök póst- og símamálastjórna Evrópu. Hinn 27. júní 1959 var undirritaður samningur um samtök póst- og símamála- stjórna Evrópu, sem gengur í gildi þegar helmingur undirskrifta hefur verið stað- festur. Samtökin heita Conférence européenne des postes et des télécommunications, skammstafað CEPT. Samninginn undirrituðu póst- og simamálastjórnir 19 landa, Austurrikis, Belgíu, Bretlands, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Grikklands, Hollands, írlands, Is- lands, Italíu, Luxemburgar, Noregs, Portúgals, Spánar, Sviss, Svíþjóðar, Tyrklands og Þýzkalands. Samtökin eiga að vera óháð öllum stjórnmálalegum og fjármálalegum samtök- um og hafa þann tilgang að vinna að nánu samstarfi Evrópulandanna á sviði pósts og síma, bæði í skipulagi, rekstri og tækni. Heildarfundir eru árlega og verður sá næsti í Frakklandi, en þess á milli starfa nefndir sérfræðinga. Aðalnefndir eru tvær, önnur fyrir póst, hin fyrir síma. Allar ákvarðanir eru í meðmælaformi, sem hver póst- og símamálastjórn ræður hvort hún framkvæmir. Fulltrúar íslands voru Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, og Magnús •Tochumsson, póstmeistari. II. Norræn póstmálaráðstefna. Norræn póstmálaráðstefna var haldin í Kaupmannahöfn dagana 16.—18. júní 1959. Fulltrúar íslands voru þeir Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, og Magnús Jochumsson, póstmeistari. III. Póstbögglaviðskipti við Stóra-Bretland. Hinn 1. apríl s. 1. féll úr gildi samningur milli Islands og Stóra-Bretlands um skipti á póstbögglum. Á póstþinginu í Ottawa gekk Stóra-Bretland að alþjóða- póstbögglasamningnum, og fara bögglapóstviðskipti milli þess og íslands hér eftir samkvæmt þeim samningi.

x

Póst- og símatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Póst- og símatíðindi
https://timarit.is/publication/667

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.