Morgunn - 01.06.1945, Blaðsíða 41
M O R G U N N
37
fremur að öðrum efnum. En einnig þar var konan hans
honum ómetanleg stoð. Öll hans mál urðu hennar mál, og
einnig þessi. Þegar öldurnar risu um hann hæzt, stóð hún
eins og bjarg við hlið hans, uppörfaði hann annarsvegar,
en varði hann hinsvegar fyrir því, sem hún vissi, að
gæti meitt hina viðkvæmu listamannslund, sem hann var
gæddur. Og þegar hann kom þreyttur heim úr baráttunni,
fann hann frið og hvíld í heimilinu, sem hún hafði skapað
honum, heimilinu, sem hann elskaði og börnin hans geyma
ótal unaðslegar minningar frá.
Síðasti þáttur ævi hans, sem raunar tók yfir ævina
hálfa, var barátta hans fyrir sálarrannsóknamálinu, og í
sambandi við það mál hefi ég tiihneiging til að syngja
frú Gíslínu Kvaran hið dýrasta lof, því að það verðskuldar
hún meira en ég kann að mæla. öll hin margvíslegu áhuga-
mál hans gerði hún að sínum hjartans málum og fram
til dauðans sýndi hún alveg takmarkalausa trúmennsku
hverju því .máli, sem hann hafði unnað, en þó tel ég vafa-
samt, að nokkurt áhugamál hans hafi átt eins heilan huga
hennar og sálarrannsóknamálið. Þegar til þeirrar baráttu
var lagt, var ekki eftir efnalegum ávinningi eða metorð-
um að sækjast, heldur þvert á móti. Bókmenntahróður
sinn lagði hann í hættu og jafnvel urðu menn til að frýja
honum þá vits, þótt oss finnist nú orðið slíkt vera bros-
legt, en það var alvarlegt þá. Frú Kvaran sannfæröist
um það, eins og maður hennar, að hér var um ekkert
minna en mikilvægasta málið í heimi að ræða, og þá er
ekki að því að spyrja, hverjum tökum hún tók það. Með
þeim skörungsskap, sem einkenndi hina þrekmiklu konu,
tók hún sér hiklaust stöðu í bardaganum við hlið h.ans,
og með honum gerðist hún nú sáðmaður í stórum stíl að
því málefni, sem hún unni öllu fremur. Áratugum saman
fórnaði hún því, að gera friðsæla og fallega heimilið
þeirra að samkomustað fyrir stórmikinn fjölda af bláó-
kunnugu fólki, sem þangað leitaði til miðlanna, sem þau
höfðu á vegum sínum. Hér var um heilagt mál að t.efla,