Morgunn


Morgunn - 01.06.1945, Blaðsíða 56

Morgunn - 01.06.1945, Blaðsíða 56
52 M 0 R G U N N þannig, að vitneskjan um hið ókomna hindrar ekki hinn frjálsa vilja mannsins og breytir ekki hinni eðlilegu rás viðburðanna í mannslífinu. Við töluðumst lítið við frekara. Olivía vissi, að ég var að leggja af stað í ferðalag mitt til Norður-Englands, og ég bauð henni, að gefa henni tækifæri til að sitja hjá mér þriðja fundinn, þegar ég kæmi heim, nokkrum vikum síðar. Hún !eit þá til mín dálítið íbyggin, með daufu brosi, og sagði: „Það verður nú ekki af því. Það er fallega gert af yður að bjóða mér þetta. En áður en þér komið aftur, verð ég komin yfir í annan heim, til vinanna, sem voru að hjálpa mér í dag. Ég fer af jörðunni í vor, svo að ég ætla að kveðja yður núna“. Þessi orð hennar höfðu áhrif á mig, vegna þess, hve sannfæring hennar um þetta var hiklaus. Ég leit aftur á hana, þessa konu, sem ég hafði aðeins einu sinni áður séð. Mér fannst hún undarleg, og þó ekki undarleg, sú tilhugsun, að þetta væri í síðasta sinn, sem ég sæi hana á jörðunni. Þetta augnablik, sem við tvær horfðumst í augu, var eins og allt stöðvaðist og stæði kyrt umhverfis okkur. Það var eins og við værum umvafðar einhverri ósegjanlegri kyrrð, kyrrð eilífðarinnar, og með- vitundin um mikilleik hins mikla lífs virtist læsa sig um okkur, bæði líkama og sál. Allar hefðbundnar venjur gleymdust okkur, þær urðu markleysa, þær áttu ekki heima í því einkennilega andrúmslofti, sem lék um okkur, þessa stuttu stund. Augu Olivíu fylltust tárum, hún hallað- ist upp að mér og ég vafði hana að mér, og hún vafði mig að sér. Við urðum eins og að einni lífveru, svo algerlega sameinaði okkur hin sameiginlega tilfinning, sem við vor- um alteknar af, fyrir ómælanleik lífsins, hins sýnilega og hins ósýnilega, hins þekkta og hins óþekkta. Við sögð- um ekkert orð framar. Þögul og róleg tók Olivía saman farangur sinn, regnhlíf og tösku, leit einu sinni við mér og var síðan úr augsýn minni“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.