Morgunn - 01.06.1945, Blaðsíða 80
76 M 0 R G U N N
það, áður en ég vissi, hve unaðslegt og fræðandi æviniýri
fylgja því.
Mér kom það nú ekkert á óvart, þegar ég fann sjálfa
mig, huga minn, meðvitund mína, smáflytja sig yfir í
ljósvakalíkamann, sem ég stjórnaði léttilega og fyrirhafn-
arlítið og án þess, að þurfa nokkuð að reyna á mig, Ég
fór nú vinstra megin út úr rúminu og gekk fyrir endann
á því, en þegar ég sneri andlitinu að glugganum, sá ég,
mér til mikillar gleði, manninn minn standa milli glugga-
tjaldanna, sem voru dregin í sundur, og sneri hann baki
að glugganum og horfði beint í áttina til mín.
Það var dimmt í herberginu, svo að ég gat að eins greint
í sundur hina efnislegu hluti í því, rúmið, bókaskápinn
og borðið rétt hjá gluggatjöldunum, en eftir því tók ég,
að mynd mannsins míns var bjartari en þessir hlutir,
eins og hún hefði einhvern sjálflýsandi eiginleika. Ég
greindi og sá hvern drátt í elskaða andlitinu hans og
flýtti mér til hans. Hann tók báðum höndum utan um
mig, og ég rétti andlitið upp að honum til að kyssa hann.
Þegar ég gerði það, fann ég, að húðin á honum var af
alveg sömu mjúku og föstu gerðinni og verið hafði, meðan
hann var enn á jörðunni. Við stóðum þannig stutta stund
saman og nutum þess unaðar, að vita, að við vorum sam-
an, ekki æst eða undrandi, heldur blátt áfram, ánægð og
þakklát fyrir, að lögmál Guðs skyldi leyfa okkur hina
ómetanlegu blessun slíkrar samverustundar.
Síðan snerum við okkur að glugganum og héldumst í
hendur. Ég sá, að leitarljósin leiftruðu enn á himninum
og að skothríðin hélt áfram. Úti var svo dimmt, að aðeins
markaði fyrir húsinu gegnt okkur. Þar sem ég stóð nú,
1 ljósvakalíkamanum, varð ég þeirrar undarlegu kenndar
vör, að þetta allt kæmi mér lítið við, herbergið, húsið,
skothríðin og leitarljósin.
Ég mundi, að áður en ég sofnaði, hafði ég orðið vör
við þetta tvennt síðast: skotin og leitarljósin, og að þá
hefði mér dottið í hug, að eitthvað hættulegt kynni að'