Morgunn


Morgunn - 01.06.1945, Síða 80

Morgunn - 01.06.1945, Síða 80
76 M 0 R G U N N það, áður en ég vissi, hve unaðslegt og fræðandi æviniýri fylgja því. Mér kom það nú ekkert á óvart, þegar ég fann sjálfa mig, huga minn, meðvitund mína, smáflytja sig yfir í ljósvakalíkamann, sem ég stjórnaði léttilega og fyrirhafn- arlítið og án þess, að þurfa nokkuð að reyna á mig, Ég fór nú vinstra megin út úr rúminu og gekk fyrir endann á því, en þegar ég sneri andlitinu að glugganum, sá ég, mér til mikillar gleði, manninn minn standa milli glugga- tjaldanna, sem voru dregin í sundur, og sneri hann baki að glugganum og horfði beint í áttina til mín. Það var dimmt í herberginu, svo að ég gat að eins greint í sundur hina efnislegu hluti í því, rúmið, bókaskápinn og borðið rétt hjá gluggatjöldunum, en eftir því tók ég, að mynd mannsins míns var bjartari en þessir hlutir, eins og hún hefði einhvern sjálflýsandi eiginleika. Ég greindi og sá hvern drátt í elskaða andlitinu hans og flýtti mér til hans. Hann tók báðum höndum utan um mig, og ég rétti andlitið upp að honum til að kyssa hann. Þegar ég gerði það, fann ég, að húðin á honum var af alveg sömu mjúku og föstu gerðinni og verið hafði, meðan hann var enn á jörðunni. Við stóðum þannig stutta stund saman og nutum þess unaðar, að vita, að við vorum sam- an, ekki æst eða undrandi, heldur blátt áfram, ánægð og þakklát fyrir, að lögmál Guðs skyldi leyfa okkur hina ómetanlegu blessun slíkrar samverustundar. Síðan snerum við okkur að glugganum og héldumst í hendur. Ég sá, að leitarljósin leiftruðu enn á himninum og að skothríðin hélt áfram. Úti var svo dimmt, að aðeins markaði fyrir húsinu gegnt okkur. Þar sem ég stóð nú, 1 ljósvakalíkamanum, varð ég þeirrar undarlegu kenndar vör, að þetta allt kæmi mér lítið við, herbergið, húsið, skothríðin og leitarljósin. Ég mundi, að áður en ég sofnaði, hafði ég orðið vör við þetta tvennt síðast: skotin og leitarljósin, og að þá hefði mér dottið í hug, að eitthvað hættulegt kynni að'
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.