Morgunn - 01.06.1970, Blaðsíða 74
68
MORGUNN
Hann lýsti og koffortinu, sagði það vera gulmalað. I því væri
klukka undir handraðanum og koddaver breitt yfir. Allt
stóð þetta heima. Lýsingin kom heim við Seyðisf]örð og gamalt
pakkhús þar. Og þar fannst koffortið.
Öllu greinilegri og nákvæmari lýsingu á þessu er að finna
í vottorði frá J. J. Dahlmann ljósmyndara, er var búsettur á
Seyðisfirði árin 1892—1900. Set ég hér það vottorð, rétt að
efni, en lítið eitt stytt. Hann segir:
Sumarið 1898 ferðaðist ég lil Þórshafnar. Þar kynntist ég
Jóni Jónssyni Skinna, er sagði mér að kona sin, Anna Jóns-
dóttir, hefði tapað kofforti, er hún var á ferð með m/s „Hólar“.
Kvaðst hann hafa leitað til Drauma-Jóa í Ásseli, og hann séð
í draumi koffortið í húsi með mjög lágum veggjum og járn-
þaki, og hafi það legið þar innan um aðrar vörur. Stæði hús
þetta við fjörð. Þóttist ég kannast við húsið og staðinn, að ])etta
væri á Seyðisfirði. Var ég þá beðinn að grennslast nánar um
þetta. Skrifaði ég í vasabók mina lýsingu á koffortinu, sem
enn er til og er þannig:
„A. .1. Málað með eikarmáli . . . Þórshöfn . . . með svartri
rönd . . . doppum á lokinu, geirneglt með filabeinslaufi.“
Þegar til Seyðisfjarðar kom, hitti ég afgreiðslumann Sam.
Fél. Stefán Th. Jónsson konsúl. Fékk leyfi hans til að leita
í pakkhúsinu, fann þar að lokum koffortið í einu horninu undir
dyngju af alls konar dóti. Sendi síðan Jón Skinni lykilinn að
koffortinu auslur, og tókst þá að sanna að fullu eignarréttinn,
og var það siðan sent lil Þórshafnar.
Segir fvrir skipskomu.
Kristján Jónsson, útgerðarmaður i Grunnólfsvik, segir
þannig frá:
Haustið 1901 fór ég norður á Þórshöfn 1il ])ess að ná i skip
til Seyðisfjarðar, en þangað var ég að flytjast með fólk mitt,
14 manns. Skip þetta hét Mjölnir. Var það að vísu ekki áætlað
til Þórshafnar, en eigi að siður vamtaidcgt þangað. Þegar ég
var búinn að híða 5 sólarhringa, fór ég að verða órólegur og