Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 21

Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 21
HjhdjffllQlH'ýii §J 9)ttjj ij $ Þorsteinn Sv. Stefámson Að hreyfa eða hreyfa ekki Eftir seinkomið vor eru nú farin að sjást merki þess að bráðlega verði hægt að hefja golfleik a. m.k. hér á Suðurlandi. Golf á Islandi er og verður alltaf leikið við erfiðari aðstæður en í suðlægari lönd- um bæði hvað snertir verðurfar og lofts- lag. Lega íslands á hnettinum er þannig að vaxtarskilyrði fyrir gróður em langt frá því að vera eins og verður í suðlægum löndum. Þetta hefur mikil áhrif á ástand golfvalla á Islandi. Þó hafa orðið veruleg- ar breytingar á þessu, einkum á s.l. 15-20 ámm og kemur þar til vaxandi þekking og framfarir í golfvallagerð, ræktun þeirra og umhirðu sem segja má að nú sé orðin sér- stök vísindagrein. Fyrr á árum þegar ástand golfvalla á Is- landi var mun lakara en nú er var stund- um gripið til þess neyðarúrræðis að sveigja golfreglumar að staðbundnum ís- lenskum aðstæðum. Þannig var t.d. fyrir meira en 20 ámm við lýði sú „staðarregla“ á Grafarholtsvelli að ef bolti var ósláan- legur utan brautar mátti stilla honum upp gegn víti! Þessi „staðarregla“ var að sjálf- sögu gróft brot á golfreglum og var sem betur fer afnumin í lok sjöunda áratugar- ins. Hins vegar hefur það tíðkast fram á þennan dag að leyfðar eru svokallaðar „vetrarreglur“ á íslenskum golfvöllum árið um kring. Hér er átt við þær staðar- reglur sem leyfa að bolta sem liggur á snöggslegnu svæði á leið (þ.e. ,,braut“) megi lyfta, hreinsa og leggja innan skor- kortslengdar eða jafnvel kylfulengdar frá þeim stað sem hann lá en ekki nær holu. Örfáir golfvellir hafa þó numið þessa staðarreglu úr gildi yfir hásumarið. Það er því ekki að undra þótt hinn al- menni kylfingur hér á landi geri mikinn greinarmun á hugtökunum „braut“ og „mffi eða karga“ eða með öðmm orðum hvort boltinn liggi á braut eða utan braut- ar. Þessi hugtakamunur, sem ekki er í golf- reglunum, er mjög fastur í huga hins ís- lenska kylfings enda veltur á þessum mun hvort leikmaðurinn megi hreyfa eða ekki, þ.e. hvort hann má snerta boltann, lyfta honum og hreinsa og leggja á betri stað. Við þessar aðstæður hafa íslenskir kylfingar alist upp. Þeir hafa vanist því að mega handfjatla boltann og geta valið sér legu þegar þeir hafa viljað. Fyrr á ámm var þetta talið nauðsynlegt vegna ástands golfvalla og reyndu menn þannig að bæta sér upp óheppilega legu landsins á hnett- inum hvað snerti loftslag og veðurfar til golfleiks. Við sem höfum stundað dómgæslu í golfi höfum litið á þetta sem tímabundna neyðarlausn eða neyðarúrræði og litið þessa staðarreglu hornauga nokkuð lengi. Hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til að draga úr því að leikmenn gætu sí og æ handfjatlað bolta sinn og lagt hann í sem besta legu fyrir hvert högg. Síðustu 15 árin hefur sá sem þessar línur ritar átt þátt í þessum tilraunum m.a. með „staðarregl- um“ sem takmarka þann fjölda hreyfinga sem leyfðar hafa verið á hverjum 18 holu hring. Þannig höfum við reynt að venja hinn almenna kylfing á þá gmndvallar- reglu í golfi að leika boltanum eins og hann liggur. Hins vegar hafa þessar „stað- arreglur" í raun og veru allar verið ólög- legar. Hefur verið litið á þær sem millibils ástand frá því að leyfa hreyfingu fyrir hvert högg og yfir í það að leika hreyfing- arlaust golf. Sú þróun hefur þó ekki geng- ið eftir eins og skyldi. í þess stað er ástæða til að óttast að „hreyfistaðarreglumar" hafi hreinlega tafið það að golfvellimir væm betur úr garði gerðir hvað snertir frá- gang og merkingar, enda oft nóg að gera við stærri atriði í sífelldum breytingum og lagfæringum á völlunum. Er þó víða að- eins um herslumun að ræða og á það m.a. við um völlinn okkar í Grafarholti. Það er því orðið brýnt að afnema allar þessar hreyfireglur í eitt skipti fyrir öll. í því skyni var, á liðnum vetri, leitað álits og úrskurðar golfreglunefndar St. And- rew 's í Skotlandi, en eins og menn vita er þar að finna yfirvaldið um allt sem varð- ar golfreglur og túlkun þeirra. Svar þeirra lét ekki á sér standa. Þar segir að heimilt sé að hafa hreyfireglu á golfvöllum og einnig að takmarka hana við snöggslegin svæði á öllum eða sum- um holum. Hins vegar megi ekki tak- marka hve oft megi nota slíka hreyfireglu á hverjum hring eins og við höfum gert. Síðan segir í úrskurðinum að slíkar hreyfireglur séu tímabundin úrræði til að vemda völlinn og stuðla að eðlilegum golfleik og þær eigi að nema úr gildi eins fljótt og hægt er. Þessi úrskurður kemur okkur golfdóm- urum ekki á óvart. í reglu 13:1 segir svo: „Leika skal bolt- anum þar sem hann liggur að undan- skildu þvísem heimilað er íreglunum“. Hreyfireglur eru, samkvæmt úrskurði St. Andrew's, reglur sem einungis á að nota tímabundið. Við eigum því að leika hreyf- ingarlaust golf og ætti raunar engan að undra það. Það leggur auðvitað meiri ábyrgð á stjómir golfklúbba og starfsmenn valla að laga skemmdir og merkja út vellina og halda merkingum við þannig að viðun- andi sé. Þetta mun verða gert á völlum Golf- klúbbs Reykjavíkur á komandi sumri. Líklegt er að leyfð verði hreyfing um skorkortslengd hvar sem er á snöggslegnu svæði á leið án takmörkunar meðan völl- urinn er að jafna sig eftir veturinn en frá og með júnímánuði ætti að vera hægt að leika hann hreyfingarlaust þótt þurft geti að taka tillit til vissra tímabundinna að- stæðna eins og t.d. því að sumar brautir em lengur að jafna sig en aðrar. Þessi úrskurður St. Andrew's er mér og mörgum öðrum gleðiefni. Hann stuðlar að því að golf sé leikið samkvæmt golfreglum eins og gert er annars staðar, en gerir jafnframt meiri kröfur til umhirðu golfvalla þegar ekki er lengur hreyfiregla sem vísa má til. Þannig skulum við fara inn í nýja öld í íslensku golfi. Gleðilegt sumar. KYLFINGUR 21

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.