Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 34

Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 34
 Ivetur var ráðist í miklar framkvæmdir á Grafar- holtsvelli. Byggðar hafa verið fjórar nýjar flatir og stærri fiatir á 2., 6., 10., og 16. braut. Auk þess hafa verið byggðir nýir teigar á 17. braut. Um er að ræða töluverða breytingu á öll- um þessum holum. Á 2. braut er ný flöt byggð hægra megin við núver- andi flöt. Holan verður öll mun opnari og blasir betur við af teig. Þrjár glonrpur verða við flötina, tvær hægra megin, ein vinstra megin. 6. holan lengist u.þ.b. um 20 metra, en ný flöt er byggð í beinu framhaldi af þeirri gömlu. Ný 10. flöt er byggð hægra megin aft- an við núverandi flöt. Hún er mun stærri en sú gamla og með skemmtilegu landslagi. Brautin lengist um ca. 30 metra. Mestar eru breytingamar á 16. braut, og má segja að bygging á nýrri flöt sé bara fyrsta skrefið. Flötin er vinstra megin aftan við núverandi flöt. Brautin lengist um 30 metra. í framhaldinu er svo gert ráð fyrir því að loka skurðinum hægra megin við brautina í 100 -120 fjarlægð frá flöt. Þar mun brautin svo verða breikkuð til hægri. Þetta eru framkvæmdir sem væntanlega verður farið í næsta vetur. Flatimar og umhverfi þeirra verður tyrft eins fljótt og hægt er nú í vor. Allar þessar flat- ir em staðsettar til hliðar eða aftan við núverandi flatir, svo leikið verður á gömlu flötunum, þar til þær nýju verða teknar í leik. Ekki er hægt að gefa nein loforð um hvenær það verður, en þær verða örugglega prufukeyrðar nú í sumar. Flatimar eru byggðar upp á sama máta og flatimar á Korpúlfsstaðavelli. Grúsarpúði hefur verið keyrður undir flatimar, rót- arlagið er blanda af 80% sandi og 20% mómold. Það hefur sýnt sig á Korp- úlfsstöðum að flatimar lyftast lítið sökum frosta, og hafa verið tilbúnar til leiks snemma á vorin. Þó að þessar miklu fram- kvæmdir standi yfir er mið- að við að truflun á leik verði sem allra minnst. 34 KYLFINGUR

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.