Kylfingur - 01.05.1999, Blaðsíða 7
hendi og var hann keppnismaður í mörg-
um íþróttagreinum: „Ég var að keppa á
skíðum, fótbolta og handbolta, en golfíð
fór alveg fram hjá mér þar til 1966 þegar
ég var búinn að stofna heimili og farinn
að vinna hjá Olíuverslun íslands. Dag
einn fór ég með Önundi Ásgeirssyni, for-
stjóra mínum upp í Grafarholt og fékk að
slá eitt högg af fyrsta teig. Þetta örlaga-
ríka högg fór fram fyrir veg og þá var ekki
aftur snúið og gekk ég samstundis í Golf-
klúbb Reykjavíkur."
Sló á milli tanka í Laugarnesi
„Það var ekki sökum að spyrja, golfið
heltók mig strax í upphafi. Á þessum
árum þurfti ég í starfi mínu að ferðast í
kringum landið og hafði alltaf með mér
eina eða tvær kylfur og nokkra bolta, lít-
ið var um golfvelli á landsbyggðinni og
liggja því boltar frá mér á hinum ýmsustu
stöðum og hafði ég sérstaklega gaman af
að slá þar sem hæðin var mikil, hvert bolt-
anir fóru var svo annað mál, enda leitaði
ég aldrei að þeim, en sjálfsagt liggja enn-
þá nokkrir boltar sem ég á einhverstaðar
á Vestfjörðum og Austfjörðum.“
Ekki voru þetta einu æfingamar sem
Svan stundaði í byrjun golfferils síns: „Ég
æfði mig á vinnustað mínum í Laugames-
inu með því að slá á milli tanka. Þetta var
góð æfing, því auk tankana var hús öðru
megin sem að sjálfsögðu ekki mátti hitta
og girðing hinum megin. Þama held ég að
ég hafi fengið mína bestu æfingu því öll
mín fyrstu ár í golfinu þótti ég vera mjög
beinn í höggum, var nánast alltaf á miðri
braut.“
Eins og flestir sem byrja af miklum
krafti í golfinu fór Svan strax að keppa:
„Ég varð nýliðameistari 1967 og það
sumar lækkaði ég í forgjöf niður í 17.
Mínir helstu golffélagar á þessum fyrstu
ámm mínum vom Helgi Hjálmarsson og
Halldór Sigmundsson og lékum við helst
seint á kvöldin og man ég eftir kvöldum í
september þar sem við vomm að klára í
niðamyrkri.“
Svan var ekki búinn að vera lengi félagi
í Golfklúbbi Reykjavíkur þegar hann hóf
afskipti af félagsstörfum og vallargerð:
„Ég man ekki hvort það var 1967 eða
1968 sem ég var fenginn til að
vera í kappleikjanefnd. Síðan
leiddi hvað af öðm. Ég var
mikið einn að spila og gaf mig
þá á tal við Ólaf Guðmunds-
son, sem var eini starfsmaður-
inn á vellinum og lét í ljós
mínar skoðanir um hvað
mætti betur fara í gerð vallar-
ins, en því miður að mínu
mati var ekki nógu mikill
skilningur hjá þeim sem voru
við stjómvölinn á mikilvægi
þess að ná vellinum í gott lag.
Ólafur hafði nóg með að
halda í horfinu því sem búið
var að gera. Allt annað var
unnið í sjálfboðavinnu, meðal
annars allur grjóttíningurinn
Svan Friðgeirsson á sínumfor-
mannsárum. Myndin er tekin
þegar formaður klúbbsins var
nýbúinn að fá einkabílastœði.
KYLFINGUR 7