Barnablaðið - 01.10.1938, Page 1

Barnablaðið - 01.10.1938, Page 1
BARNABLAÐIÐ I. ARG. Október 1938. 1. tölubl. Aumasta barn, sem biður, brynjar sig voða gegn. Hér fær það velt því bjargi, sem hetjunni er um megn. Hvað svo sem að oss amar, enginn því gleyma má: inn að Guðs ástarhjarta vor andvörp og bænir ná, Biðjið börn! Að biðja er bezta iðja, sagði einu sinni íslendingur í kvæði sínu. Það er satt. Ekk- ert er eins nauðsynlegt og bænin. Ef þú, litla barnið mitt, athugar það sem stendur í bib- líunni, þá sérðu alstað- ar talað um menn og konur, já, einnig börn, sem hafa beðið. Abraham, trúmaður- inn mikli, var líka mik- ill bænarmaður. Vegna þess fékk hann nafnið „vinur Guðs“. Sonur hans, ísak að nafni, hélt áfram að biðja eins og Drottinn hafði fyrirskipað föður hans. Drottinn hafði sagt um Abraham: Því að ég hefi útvalið Abraham til þess, að hann bjóði börnum sínum eftir sig, að þau varðveiti vegu Drottins. 1. Mós. 18. 19.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.