Barnablaðið - 01.04.1951, Síða 2
Palli litli í Haga
Hann var elztur af þremur systkinum, hann Palli litli í Haga-
kauptúni. Hin tvö, Sigrún og Leó, voru 7 og 10 ára, sjálfur var
Palii 12 ára. „Já, í dag er ég 12 ára,“ sagði Palli við Sigrúnu, í tón
sem gaf til kynna vald hans, og um leið gleði, yfir að vera orðinn
þetta gamall, gleðin hafði aukizt með hverjum afmælisdegi, og
hver sá dagur var alltaf eins og nýr áfangi og endurnýjunardag-
ur. fyrir þessa hugsun: Hvað get ég nú lært nýtt, á næsta ári?
Get ég ekki orðið duglegur að hjálpa pabba og mömmu meira en
ég hef hingað til gert? Og alltaf varð það ásetningur hans að bet-
ur skyldi nú hér eftir takast, að hlýða og verða drengur, sem öll-
um gæti þótt vænt um, því að ekki var laust við að honum fynd-
ist sér stundum hafa mistekist í því efni að hlýða og reynast for-
eldrum sínum sem góður sonur.
Tólfti afmælisdagurinn var því nýr merkisdagur. „Já, tólf
ára,“ sagði Sigrún með fögnuði. „Til hamingju Palli minn, Guð
blessi þig á nýja árinu. Og,“ sagði hún, og lækkaði röddina, „um-
fram allt vildi ég óska þess að þú sæktir betur sunnudagaskólann
næsta ár, og tækir betur eftir því, sem okkur er kennt þar um
Jesú, og það sem Hann hefur gért fyrir okkur, og að þú vildir
haga þér eftir því.
Nú fannst Sigrúnu tími til kominn að tala við Palla um þetta
mál, oft hafði hún verið búin að hugsa sér að gera það, því að
það tók hana svo sárt að vita hann svo áhugalausan fyrir Jesú,
sem hún hafði nú gefið hjarta sitt, og reynt að þjóna frá þeirri
stundu. Nú voru þau ein og því gott tækifæri. „Þú hefur ekki oft
verið í sunnudagaskólanum í vetur, Palli minn? Eins og þú veizt
af þeim fáu stundum, sem þú hefur verið, þá eru nöfn okkar ætíð
lesin upp, og þá eigum við, sem erum viðstödd, að segja já, til
þess að merkt sé við nafn okkar í bókunum, til merkis um að við
séum viðstödd.“ „Nú, og hvað svo?“ sagði Palli, sem nú var að
verða óþolinmóður, og vildi allra sízt þurfa að hlusta á meira af
því tagi, hann vildi fá að vera í friði fyrir slíku. „Jú svo, hlustaðu