Barnablaðið - 01.04.1951, Blaðsíða 18
16
BARNABLAÐIÐ
----------------------
BARNABLAfllÐ
; kemur út fimm sinnum á ári, tvö-;
falt blað í hvert skipti, — alls 10;
;' blöð árlega. — Verð kr. 7.50 ár- ;
gangurinn, og greiðist í febrúar. —;
í lausasölu kostar blaðið kr. 1.50
eintakið.
Útgefandi: Fíladelfía, Akureyri.
Afgreiðslan er hjá
Jóhanni Pálssyni,
' Glerárgötu 3, Akureyri.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Einnig þið getið orðið
mannaveiðarar!
í Markús 1 : 16—20 lesum við
frásöguna um það, er Jesús kallar
tvenna bræður til fylgdar við sig,
með öðrum orðum, bað þá að gjör-
ast lærisveina sína. Þennan dag
fengu þessir bræður, köllun til sér-
staks hlutverks: Að verða manna-
veiðarar! Þetta var mikilvæg stund
í lífi þessara fiskimanna, já, og
mjög alvarleg einnig. Þeir áttu að
skipta um starfa. Hvernig skildu
þeir nú svara slíkri köllun? Var það
ekki að voga öllu, að hætta sjó-
ntennskunni, sem var svo arðsöm,
einmitt núna? Hvaða launa gátu
þeir vænzt af þessum nýja vinnu-
veitanda sínum? Já, h\að skildu nú
fjölskyldur þeirra segja við þessu,
og fólkið ylirleitt? 'Yfirstandandi
tími var heldur ekki svo glæsilegur.
Jóhannesi skírara hafði verið varp-
að í fangelsi, en þeir höfðu áður
verið lærisveinar hans. Það gat einn-
ig farið á sama veg fyrir „Spámann-
inum frá Nazaret". — Ekkert af
þessum hugsunum ríkti í hugum
þessara manna, þegar Jesús kallaði
þá, því að þeir yfirgáfu allt, „þegar
í stað“ og fylgdu Honum. Þetta var
afgerandi og fljóttekin ákvörðun,
en það merkilega er, að þá iðraði
hennar aldrei. Þeir vissu frá fyrstu
stundu, að það var eitthvað að fá
hjá Jesú, sem ekki var hægt að fá
hjá neinum öðrum. Og enginn tal-
aði með slík'um myndugleik og
kærleika, sem Hann. Þá langaði að
vita meira um þetta undursamlega
ríki, sem Jesús prédikaði, og Jregar
þeir væru búnir að fá meiri þekk-
ingu á því, ætluðu Jjeir að boða
Jiað öðrum, og vinna Jjá fyrir Jesú
og ríki Hans. Þetta er það, sem
kallað er „að veiða menn".
Einnig þið, drengir og stúlkur,
getið verið með að vinna aðra fyrir
Jesú. Viljið þið vera með í þvi
starfi?
Þú, sem lest þetta, liefur áreiðan-
lega einhvern bróður, systur cða
kunningja, sem þú getur leitt til
Jesú.
Heyr! Jesús kallar í dag: „Fylg
Jni mér....... ég vil gera þig að
mannaveiðara!“