Barnablaðið - 01.04.1951, Side 19

Barnablaðið - 01.04.1951, Side 19
nú á,“ hélt Sigrún áfram. „Þegar þitt nafn er lesið upp, þá er enginn Palli til að segja já, svo að þú færð enga stjörnu skrifaða við þitt nafn - þitt sæti er því autt. Og þá fór ég að hugsa um eitt orð í opinberunarbókinni, sem er svona: „Engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsbók lambsins,“ fá að ganga inn í hina Helgu og undurfögru borg Jesú, allir aðrir, eru um eilífð útilokaðir frá þeirri miklu hamingju og sælu, að fá um eilífð að vera með Jesú á himnum, í Hans miklu og dýrðlegu borg, Palli! Langar þig ekki til að fá að vera með Jesú á himnum í borginni Hans, þegar þitt líf er á enda hér?“ spurði Sigrún að lokum með alvöruþunga í röddinni. - „Jú,“ sagði Palli, hægt, „en ég get ekki séð að ég geti það ekki, þó að ég sæki ekki alltaf þennan skóla,“ bætti hann við. „Til þess að Jesús geti kannast við okkur, þegar við förum úr þessu lífi, þá þurfum við að hafa þekkt Hann hér á jörð, sem okk- ar persónulega Frelsara, en í skólanum er okkur kennt að þekkja og elska Jesú, á réttan hátt, þú mátt ekki misskilja skólann og tilgang hans, þeir sem þar kenna, elska okkur og vilja af hjarta leiða okkur til Jesú,“ sagði Sigrún. „Palli minn! Gerðu nú þann ásetning í dag, á tólfta afmælisdeginum þínum, að sækja skólann hvern sunnudag í vetur, og sjáðu svo, hvort þér gengur ekki bet- ur að verða hlýðinn og góður drengur við mömmu og pabba í framtíðinni.“ Svona hafði Sigrún aldrei talað einarðlega og al- varlega við hann, enda sá hún líka, sér til gleði, að orð hennar höfðu meiri áhrif á hann en hún hafði búizt við. „Já,“ sagði Palli, „ég veit að ég hef ekki gert rétt með því að sækja ekki skólann í vetur og ég man líka að mér leið oft illa, þegar ég fór ekki, en ég hlýddi þeirri röddinni, sem sagði mér, að ég skyldi heldur nota tímann til að leika mér úti eða fara í bíó, en nú vil ég gera eins og þú hefur beðið mig, heita Guði því, á þessu byrjaða 13. ári, að sækja skólann vel í vetur og læra þar að þekkja Jesú og feta Hans veg, svo að sæti mitt verði ekki autt í borginni Hans.“ - Palli gekk ekki heldur á þetta nýja heit sitt, heldur sótti skólann alla sunnudaga vetrarins, svo að aldrei vantaði neina stjörnu við hans nafn. En það, sem bezt var, hann gaf Jesú hjarta sitt, og hef- ur þekkt Hann síðan sem vin og Frelsara í mörg ár. Sigurður Pétursson.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.