Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 7
— Við skulum kenna þér það, sagði Jón, sem nú var kominn aftur til þeirra. — Nei, þess þurfið þið ekki. — En þér er vorkunn, því að þéi kannt ekki neitt. — Jú, ég get afneitað öllu þessu Ijóta, sem þið voruð að tala um. — Afneitað, það er nú ekki mik- ið. — En ég get líka gert meira, sem ef til vill enginn ykkar getur. Ég get beðið til Jesú, og svo get ég sungið. Ég get sungið þennan sálm: ..Enginn þarf að óttast síður. Hinir drengirnir göptu af undr- un. — Getur þú nokkuð meira? — Já, ég get farið í sendiferð fyrir mömmu, þegar hún biður mig þess. Og mér er alveg sama þó að dimmt sé, því að ég er ekkert myrkfælinn. — En hvað sagðir þú áðan, get- ur þú sungið? Syngdu eitthvað fyrir okkur núna. Og Óli var þá aldeilis ekki seinn á sér og fór um leið að syngja: „Enginn þarf að óttast síður, en Guðs barna skarinn fríður. Fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna á himinvegi.“ — Það er mikiu betra að geta beðið til Jesú og syngja söngva um hann, en að geta blótað, skrökvað og stolið og ýmislegt fleira, sem er synd. Hvað getur svo þú, litli lesandi, sem lest þessa grein? Hvernig lítur þú út? Lítil stúlka, sem var fædd og uppalinn á vantrúuðu heimili, var um jólaleytið lögð inn á sjúkrahús. Þar fékk hún í fyrsta sinni á æv- inni að heyra um Jesúm Krist, og hvers vegna hann kom hingað til jarðarinnar. Það varð til þess, að hún gaf Frelsaranum sitt unga hjarta, og varð um leið innilega glöð og hamingjusöm. Dag einn, er hjúkrunarkona gekk fram hjá rúmi hennar, tók hún í föt hennar og dró hana til sín og spurði: — Veiztu ekki að Jesús er fæddur? — Auðvitað veit ég það, svaraði hún undrandi. En því spyrðu svona? — Mér sýndist það á útliti þínu, einsog þú vissir það ekki. Þess vegna langaði mig að segja þér það. — Jæja, en hvernig leit ég þá út? — Eins og flestir gera. Það var eins og þú værir hrygg og full af áhyggjum. Ég hélt að hver maður, sem vissi, að Jesús væri fæddur, ættu ekki að vera svona sorgbitinn á svipinn. Geta menn séð það á andlitum okkar, að við höfum tekið á móti Jesú Kristi, og boðskap hans um það, að hann hafi komið í heiminn til að frelsa synduga menn? BARN'ABI.AÐIÐ 7

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.