Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 12
Veíðiferð. í Norður-Ameríku bjó eitt sinn gamall veiðimaður, er Jón hét. Átti hann þrjú barnabörn. Gamli maðurinn hafði ákveðið að taka börnin til sín, er foreldrar þeirra dóu. Þegar sagan hefst, er Jón 71 árs gamall. Og þar sem hann á und- anförnum mánuðum hafði ekki ver- ið góður til heilsu, gat hann ekki farið í erfiðar veiðiferðir. Þess vegna varð Jakob, er var 17 ára, að fara einn. Það gat hann hæglega, því mörgum sinnum hafði hann farið á veiðar með afa sínum, og hann var líka ágæt skytta. Hvað sem öðru líður stoðar skotfimi lít- ið, ef maður finnur ekkert veiði- dýr, og það var einmitt það sem Jakob hafði ekki fundið þennan harða vetur. Allt var horfið, og kvöld eitt kom Iiann hnugginn heim, jafn tómhent- ur eins og hann hafði verið undan farnar vikur. Með tár í augum setti María, hún var 16 ára, síðasta matarbitann á borðið þetta kvöld. Með titrandi vörum bað afi þeirra Drottin að blessa þessa fá- tæklegu máltíð, og hann sagði enn- fremur: — Kæri Guð, við vitum að þú sendir manna til fólksins þíns á eyðimörkinni. Við vitum það einn- ig, að þú sendir engil þinn með mat og drykk til spámanns þíns, Elía, þar sem hann svaf undir gýfilrunn- anum. Þér ,ó, Guð, felum við okk- ar tímanlegu og andlegu velferð! Rétt á eftir gengu allir til hvíld- ar í hinu einmanalega húsi út á snjóbreiðunni. En englar Guðs héldu vörð um heimilið. Áður en yngri systkini Jakobs vöknuðu, fór liann snemma á fætur næsta dag. Afi hans var þá þegar korninn á fætur og búinn að hita vatn, svo að hann hefði þó ekki væri nema eitt- hvað heitt að drekka, áður en að hann færi. Jakob óskaði innilega eftir, að hann hefði svo lítinn brauðbita með vatninu, en það hafði hann ekki. Bæði hans eigin framtíð og hinna var undir því komin, að veiðiferðin heppnaðist þennan dag. Hann fann þunga ábyrgð hvíla á sár. Marga tíma liafði hann legið vakandi um nóttina og hugsað um. hvernig þetta myndi fara. Eftir nokkra stunda gang byrjaði þreyt- an að gera vart við sig hjá Jakobi. Var það ekkert undarlegt, því hann hafði ekkert borðað um morgun- inn. Hann hafði einnig farið lang- ar veiðiferðir undan farna daga. Hann varð ekki var við nein dýr. 12 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.