Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 14

Barnablaðið - 01.02.1955, Blaðsíða 14
Úlfur í sauðaklœðum. Einu sinni var úlfur, sem ásetti sér að fara í dularbúning, og hugs- aði sér að þá væri hægara fyrir sig að afla sér viðurværis. Hann fór því í hvíta sauðargæru, laumaðist inn í sauðahjörð nokkra og lézt bíta gras með lienni það sem eftir var dagsins. Sauðamaðurinn varð því einskis var — um hríð. Þegar smal- inn rak sauðina inn í byrgið um kvöldið, lokaði hann dyrunum fyrir nóttina, eins og venja hans var, og úlfurinn lokaðist þá auð- vitað inni líka ásamt sauðunum. En nú hittist þannig á, að smalinn hafði ekki fengið mat sendan heim- anað frá sér tvo eða þrjá síðustu daga. Sá hann þá ekki annað ráð, en taka einn sauðinn og slátra hon- um. Og viti menn, hann tók reynd- ar úlfinn og slátraði honum! Flettu nú upp í Biblíunni þinni og sjáðu, hvernig það tókst fyrir Akab ísraelskonungi, þegar hann ætlaði að dylja sig í annars manns fötum. Les. 1. Kon. 22. 29—38. týri, að þú skyldir vakna í tæka tíð til að geta skotið björninn, áður en hann réðist á þig, sagði Georg við Jakob. — Elsku drengurinn minn, þetta er meira en veiðiæfintýri. Þetta er sönnun um Guðs kærleika til okk- ar og það sýnir líka hans miklu um- önnunn fyrir okkur“, sagði Jón afi þeirra. Og það viðurkenndu börn- ill líka. Endursagt S. V. Ljónið og músin. Einu sinni, þegar ljón nokkurt svaf í bæli sínu, hljóp lítil mús yfir trýnið á hinum volduga konungi skógardýranna, svo að það vaknaði. Ljónið læsti hramminum um hið litla vesalings kvikindi og ætlaði að drepa það á einu augabragði. En músin bað það aumkvunarlega að vægja sér, og óvirða ekki sínar tignarlegu klær á jafn lítilfjörlegu herfangi. Sagðist hún hafa styggt það alveg óviljandi. Ljónið brosti að hræðslu hennar, og sá reyndar að hún sagði satt, að það var að óvirða tign sína, að drepa þetta litla, hrædda kvikindi. Nú vildi svo til nokkru seinna, þegar ljónið var að ráfa um skóg- inn til að leita sér bráðar, að það ílæktist í neti veiðimanna. Flækt- ist það svo illilega í netinu, að það var vonlaust að geta bjargazt úr því. Þá rak Ijónið upp ógurlegt öskur, svo að undir tók í öllum skóginum. Músin þekkti undir eins rödd lífgjafa síns, og hljóp þegar í stað til að naga í sund- ur hnútinn á bandi því, er hélt ljóninu föstu. Á endanum tókst Iienni það og slapp hið göfuga dýr. Um leið sannfærði músin Ijónið um það, að göfugu verki væri aldrei á glæ kastað, og ekkert líf, sem Guð hefur skapað er svo lítið, að það geti ekki launað í ein- hverju það sem því er vel gert. „Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.“ 14 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.